Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 28. september 2020 11:47
Elvar Geir Magnússon
Fyrirliði Fylkis á leið í tveggja leikja bann
Ragnar Bragi Sveinsson.
Ragnar Bragi Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, fékk að líta rauða spjaldið þegar Fylkir vann útisigur gegn KR í Pepsi Max-deild karla í gær.

„Kiddi Jóns er á sprettinum upp vinstri kantinn og Ragnar Bragi nýtir sér bleytuna og fleygir sér í glórulausa tæklingu! Báðar lappir á undan sér og önnur þeirra frekar hátt uppi. Ragnar og Fylkismenn tryllast en þetta er bara hárrétt," skrifaði Baldvin Már Borgarsson sem textalýsti leiknum.

Þetta var annað rauða spjald Ragnars Braga á tímabilinu og hann er því á leið í tveggja leikja bann.

Hann verður í banni gegn Breiðabliki í Kópavoginum næsta sunnudag og svo í heimaleik gegn toppliði Vals á fimmtudaginn í næstu viku. Fylkismenn eru í baráttu um Evrópusæti.

Þegar hann snýr úr banninu er hann svo bara einu gulu spjaldi frá því að fara aftur í bann.

Beitir Ólafsson, markvörður KR, fékk einnig rautt í leiknum á Meistaravöllum í gær, eins og frægt er, en hann tekur út bann á fimmtudaginn þegar KR heimsækir Víking. Varamarkvörðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson mun verja mark KR í þeim leik.

Tvö rauð spjöld komu í 1-1 jafnteflisleik Vals og Breiðabliks. Valgeir Lunddal Friðriksson, bakvörðurinn ungi hjá Val, verður í banni gegn Gróttu á sunnudag og Davíð Ingvarsson, bakvörður Breiðabliks, tekur út bann á fimmtudag gegn KA.

Rætt var um rauðu spjöldin í nýjasta Innkastinu.
Innkastið - Mörg risastór atvik og rauð spjöld
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner