Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. september 2020 23:30
Aksentije Milisic
Mendy verður í hópnum gegn Tottenham á morgun
Mendy.
Mendy.
Mynd: Getty Images
Edouard Mendy, markvörður sem Chelsea keypti á 22 milljónir punda frá Rennes í síðustu viku, verður í leikmannahóp Chelsea sem mætir Tottenham í deildarbikarnum á morgun.

„Mendy og Chilwell verða í hópnum, þeir eru klárir en við sjáum til hvort þeir byrji leikinn eða ekki. Fyrsti viðbrögð af Mendy eru jákvæð, bæði sem markvörður og manneskja," sagði Lampard.

„Hann hefur náð að koma vel inn í hópinn á undanförnum dögum og við erum að hjálpa honum að aðlagast. Við vitum að hann er góður markvörður."

Lampard segir þá að gagnrýnin sem Kepa Arrizabalaga hefur fengið undanfarið, sé ósanngjörn.

„Þetta hefur verið erfitt fyrir Kepa. Hann er ungur maður og að mínu mati hefur sum gagnrýnin sem hann hefur fengið, ekki átt rétt á sér og verið of mikil."

„Ég verð að verja hann því þetta er góður strákur sem er að reyna gera sitt besta."

Athugasemdir
banner
banner