Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 28. september 2020 16:45
Innkastið
Tryggvi Hrafn minnti á gæði sín
Tryggvi Hrafn Haraldsson
Tryggvi Hrafn Haraldsson
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði sitt tólfta mark í Pepsi Max-deildinni í sumar gegn Víkingi R. í gær. Tryggvi skoraði bæði mörk Skagamanna í leiknum en annað markið kom úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.

„Það geislar af honum sjálfsraustið," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu í gær.

„Hann sótti víti með því að sóla 4-5 menn. Gæðin í slúttinu er sturluð þegar hann vippar í markið eftir að hafa sloppið í gegn. Það er hrikaleg gaman að horfa á hann."

„Hann fór huldu höfði um mitt sumar. Hann hefur átt það til að hverfa svolítið. Hann minnti rækilga á sig og það eru þvílík gæði sem hann býr yfir sig. Það er leiðinlegt fyrir Skagamann að þeir eru líklega að horfa á hann spila sitt síðasta tímabil í bili ef sögurnar eru sannar."


Tryggvi verður samningslaus eftir tímabilið og sterkur orðrómur er um að hann muni ganga til liðs við Val.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Mörg risastór atvik og rauð spjöld
Athugasemdir
banner
banner
banner