Albert Sambi Lokonga, miðjumaður Luton Town, verður frá næstu mánuði vegna meiðsla aftan í læri.
Þessi 23 ára gamli leikmaður kom til Luton á láni frá Arsenal í sumar en hann hefur komið við sögu í tveimur leikjum á þessu tímabili.
Lokonga kom inn á sem varamaður á 57. mínútu gegn Wolves síðustu helgi, en það verður hans síðasti leikur í bili.
Hann er meiddur aftan í læri og verður frá næstu mánuði en þetta staðfesti hann á samfélagsmiðlum.
„Ég hélt að minn tími væri kominn til að njóta þess að spila þennan fallega leik sem við köllum fótbolta og leggja hart að mér með liðsfélögum mínum til að ná markmiðum okkar,“ sagði Lokonga.
„Því miður þá eru komin upp meiðsli og það tefur allt. Ég mun einbeita mér að endurhæfingunni og styðja liðið á þessum tíma. Sjáumst eftir nokkra mánuði,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir