Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
   sun 28. september 2025 12:31
Brynjar Ingi Erluson
Amorim óttast ekki að verða rekinn - „Ég er ekki þannig náungi“
Mynd: EPA
Ruben Amorim, stjóri Manchester United á Englandi, segist ekki óttast brottrekstur frá félaginu.

Man Utd hefur tapað þremur af sex leikjum sínum í deildinni á þessari leiktíð.

Liðið hefur aðeins unnið níu úrvalsdeildarleiki frá því Amorim tók við í nóvember á síðatsa ári og er farið að hitna verulega undir Portúgalanum.

Hann segist sjálfur fremur rólegur yfir ástandinu og að hann muni halda áfram að vinna sína vinnu.

„Ég hef engar áhyggjur því þetta er ekki undir mér komið. Ég mun gera mitt allra besta á meðan ég er hér, en ég mun aldrei hafa áhyggjur af því að missa starfið. Ég er ekki þannig náungi,“ sagði Amorim.

Man Utd tekur á móti Sunderland á Old Trafford á sunnudag sem verður síðasti leikurinn fyrir landsleikjahlé sem er einmitt hentugur tímapunktur fyrir félög til að gera breytingar á þjálfarateyminu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 6 5 0 1 12 7 +5 15
2 Crystal Palace 6 3 3 0 8 3 +5 12
3 Tottenham 6 3 2 1 11 4 +7 11
4 Sunderland 6 3 2 1 7 4 +3 11
5 Fulham 6 3 2 1 7 5 +2 11
6 Bournemouth 6 3 2 1 8 7 +1 11
7 Man City 6 3 1 2 14 6 +8 10
8 Arsenal 5 3 1 1 10 2 +8 10
9 Chelsea 6 2 2 2 11 8 +3 8
10 Brighton 6 2 2 2 9 9 0 8
11 Leeds 6 2 2 2 6 9 -3 8
12 Everton 5 2 1 2 6 5 +1 7
13 Brentford 6 2 1 3 9 11 -2 7
14 Man Utd 6 2 1 3 7 11 -4 7
15 Newcastle 5 1 3 1 3 3 0 6
16 Nott. Forest 6 1 2 3 5 10 -5 5
17 Burnley 6 1 1 4 6 13 -7 4
18 Aston Villa 6 0 3 3 1 6 -5 3
19 West Ham 5 1 0 4 5 13 -8 3
20 Wolves 6 0 1 5 4 13 -9 1
Athugasemdir