Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
   fös 17. október 2025 20:14
Ívan Guðjón Baldursson
Benzema með dramatískt klúður - Toney og Brownhill skoruðu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tvö af stærstu félagsliðum í Sádi-Arabíu misstigu sig í leikjum dagsins, þar sem Al-Ittihad gerði jafntefli við Al-Fayha áður en Al-Ahli missti niður forystu gegn Al-Shabab.

Fashion Sakala skoraði eina markið í fyrri hálfleik er Al-Fayha tók forystuna gegn stjörnum prýddu liði Al-Ittihad.

Gestunum tókst að jafna metin í síðari hálfleik þegar Moussa Diaby lagði upp fyrir Ahmed Al-Ghamdi. Karim Benzema fékk kjörið tækifæri til að ná í stigin þrjú þegar vítaspyrna var dæmd á lokamínútum leiksins, en hann brenndi af.

Lokatölur urðu því 1-1 og er Al-Ittihad með 10 stig eftir 5 umferðir. N'Golo Kanté, Danilo Pereira, Fabinho og Steven Bergwijn voru meðal byrjunarliðsmanna í liði Ittihad. Chris Smalling var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Al-Fayha, sem er með 8 stig.

Ivan Toney tók þá forystuna með marki úr vítaspyrnu fyrir Al-Ahli gegn Al-Shabab og var útlitið bjart fyrir heimamenn þegar gestirnir misstu mann af velli með rautt spjald í síðari hálfleik.

Tíu gestum í liði Al-Shabab tókst þó að jafna á lokamínútunum þegar Josh Brownhill, fyrrum fyrirliði Burnley, jafnaði metin eftir undirbúning frá Yannick Carrasco.

Édouard Mendy, Merih Demiral, Enzo Millot og Riyad Mahrez voru meðal byrjunarliðsmanna í liði Al-Ahli sem er enn taplaust og með 9 stig eftir 5 fyrstu umferðirnar á nýju tímabili.

Al-Fayha 1 - 1 Al-Ittihad
1-0 Fashion Sakala ('45)
1-1 Ahmed Al-Ghamdi ('64)
1-1 Karim Benzema, misnotað víti ('88)

Al-Ahli 1 - 1 Al-Shabab
1-0 Ivan Toney ('15, víti)
1-1 Josh Brownhill ('87)
Rautt spjald: Mohammed Al-Shwirekh, Al-Shabab ('77)
Athugasemdir