Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   lau 18. október 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrirliði Forest: Þurfum allir að taka ábyrgð
Mynd: EPA
Ryan Yates
Ryan Yates
Mynd: EPA
Ange Postecoglou var rekinn sem stjóri Nottingham Forest í dag eftir aðeins 39 daga í starfi. Honum mistökst að næla í sigur í átta leikjum.

Nuno Espirito Santo var rekinn fyrr á tímabilinu en sambandið hans við Evangelos Marinakis, eiganda félagsins, var ansi stirrt.

Postecoglou ræddi við leikmenn liðsins eftir tap gegn Chelsea í dag en var síðan rekinn stuttu síðar. Ryan Yates, fyrirliði liðsinis, ræddi við TNT Sport um brottrekstur Postecoglou.

„Við erum í góðu sambandi við herra Marinakis. Hann metur skoðanir okkar mikils en hann tekur ákvarðanirnar. Við bökkum hann upp sama hvaða ákvörðun hann tekur í framhaldinu," sagði Yates.

„Við erum svekktir með úrslitin í síðustu leikjum. Við höfum ekki verið nógu góðir, við þurfum að líta inn á við sem einstaklingar og lið. Við skuldum stuðningsmönnunum betri frammistöðu og úrslit."

Leikmennirnir þurfa að taka ábyrgð.

„Ég er vanur þjálfarabreytingum, við þurfum að endurskipuleggja okkur, leikmennirnir eru samstilltir. Það er risaleikur í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og við skuldum stuðningsmönnunum að ná í úrslit," sagði Yates.

„Það þurfa allir að taka ábyrgð og líta í spegil. Þetta er erfiður tími en við höfum upplifað erfiðari tíma, nú er tækifæri til að leggja okkur alla fram fyrir merkið."
Athugasemdir
banner
banner