Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   lau 18. október 2025 18:19
Brynjar Óli Ágústsson
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Flestir töluðu um að FH væri engann vegin stakkbúið til þess að gera nokkuð skapaðan hlut í þessari deild
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Aldrei sáttur við að tapa leik, en þessi leikur var að bæði lið voru búin að klára sitt og staðan orðið ljós, hann breytti engu því varðar,'' segir Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-2 tap gegn Breiðablik í seinustu umferð Bestu deildar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 FH

Guðni var spurður út í tilfinninguna með að stand á pallinum með liðinu sínu.

„Bara yndislegt, frábært að uppskera eftir mikla vinnu að ná þessu og vera í öðru sæti. Flestir í fjölmiðlum og sem tala eitthvað um kvenna fótboltann töluðu um að FH liðið væri engann vegin stakkbúið til þess að gera nokkuð skapaðan hlut í þessari deild og ná einhvern vegin að gera það sem við gerðum með alls konar hindranir sem við fengum á okkur. Við fenguð þrjú slitin krossbönd og tveir leikmenn sem eru seldir á þeim tíma sem ekki hægt er að bregðast við,''

Thelma Karen, leikmaður FH,  var valin efnilegasti leikmaður deildarinnar og kölluð í  landsliðið á dögunum.

„Mér finnst það bara frábært. Ég var búinn að spá því að hún myndi springa út í sumar, sem hún gerði. Það er gaman að sjá uppalinn FH-ing, ég þjálfaði þessa stelpu í 7. flokki og gaman að sjá hvernig hún hefur þroskast og dafnað og taka þetta risastórt skref í sumar. Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð,''

Guðni var beðin um að súmmera upp tímabilið í sumar.

„Bara hrikalega vel, það gekk nánast allt saman upp. Við erum að berjast á báðum vígstöðum. Við förum í bikarúrslit og endum í öðru sæti,''

FH mætti Breiðablik fjórum sinnum í sumar. 

„Þeir hafa allir verið mjög góðir. Annaðhvort liðið hefur unnið með einu marki eða þá jafntefli. Þetta er tvö hörku flott lið sem berjast og leikirnir hafa verið skemmtun. Alltaf gaman að kljást við Breiðablik.'' segir Guðni í lokinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir