Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   lau 18. október 2025 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sunderland ætlar ekki að kaupa Lucumí
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sunderland eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni og hafa farið vel af stað á sínu fyrsta tímabili eftir langþráða endurkomu.

Félagið keypti inn mikið af nýjum leikmönnum síðasta sumar og reyndi meðal annars að kaupa miðvörðinn Jhon Lucumí, en ítalska félagið Bologna neitaði að selja hann.

Bologna seldi Sam Beukema til Napoli og vildi ekki missa líka Lucumí eftir að þeir höfðu myndað öflugt miðvarðapar.

Bologna hafnaði tæplega 30 milljón evra tilboði frá Sunderland, sem fékk í staðinn Lutsharel Geertruida á lánssamningi eftir að hafa keypt Nordi Mukiele og Omar Alderete.

Einhverjir fjölmiðlar á Ítalíu segja að Sunderland hafi enn áhuga á Lucumí og ætli að reyna að kaupa hann í janúarglugganum, en Sky Sports segir ekkert vera til í þeim orðrómi.

Mukiele og Alderete hafa staðið sig vel á upphafi tímabils og getur hinn fjölhæfi Geertruida fyllt í skarðið ef annar þeirra meiðist. Dan Ballard er einnig hjá félaginu.

   28.08.2025 19:20
Sunderland með nýtt tilboð í Jhon Lucumí

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner