Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
   lau 18. október 2025 20:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hearts á mögnuðu flugi - Oliver spilaði í dramatísku jafntefli
Tómas Bent Magnússon
Tómas Bent Magnússon
Mynd: Hearts
Hearts er á miklu skriði í skosku deildinni en liðið vann Kilmarnock 3-0 í dag. Tómas Bent Magnússon kom inn á undir lokin en hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum í röð.

Liðið er ósigrað og er með 22 af 24 stigum mögulegum á toppi deildarinnar eftir átta umferðir. Liðið er með fimm stiga forystu á Celtic sem á leik til góða.

Oliver Stefánsson var í byrjunarliði Tychy sem gerði 3-3 jafntefli gegn KS Wieczysta Krakow í næst efstu deild í Póllandi. Tychy jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Tychy er í 14. sæti með 12 stig eftir tólf umferðir en Wieczysta er í 2. sæti með 23 stig.

Davíð Kristján Ólafsson var ónotaður varamaður í 2-0 sigri Cracovia gegn Rakow í efstu deild í Póllandi. Cracovia er í 3. sæti með 21 stig eftir 11 umferðir.

Jón Dagur Þorsteinsson spilaði 70 mínútur þegar Hertha Berlin tapaði 3-2 gegn Bochum í næst efstu deild í Þýskalandi. Hertha var 3-0 undir þegar hann fór af velli. Liðið minnkaði muninn tveimur mínútum síðar og bætti öðru markinu við tíu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Hertha Berlin er í 8. sæti með 11 stig eftir 9 umferðir.
Athugasemdir
banner