Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   sun 19. október 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mateta bætti met - Aldrei mælst jafn hátt xG
Mynd: EPA
Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, fór mikinn í jafntefli liðsins gegn Bournemouth í gær.

Eli Junior Kroupi skoraði tvennu fyrir Bournemouth í fyrri hálfleik en Mateta jafnaði metin með tveimur mörkum. Ryan Christie kom Bournemouth aftur fyrir en Mateta skoraði úr vítaspyrnu í blálokin.

Hann hefði getað innsiglað sigurinn en skólfaði boltanum yfir úr dauðafæri.

Hann var með 3.48 í xG (vænt mörk) í leiknum en það hefur ekki mælst jafn hátt xG hjá einum leikmanni í topp fimm deildum í Evrópu síðan mælingar hófust. Nicolas Jackson var með hæsta xG í úrvalsdeildinnii eða 2.89 hjá Chelsea gegn Tottenham árið 2023 þar sem hann skoraði þrennu.


Athugasemdir
banner
banner