Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   lau 18. október 2025 23:03
Anton Freyr Jónsson
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Óskar var frábær í kvöld
Óskar var frábær í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður bara ótrúlega vel eftir að hafa unnið hérna á Kópavogsvelli eftir að hafa lent undir en samt unnið og það er ekki til betri tilfinning." sagði Óskar Borgþórsson eftir frábæran 2-1 sigur á Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Víkingur R.

Óskar Borgþórsson var spurður út í fyrri hálfleik liðsins en liðið fór inn í hálfleik marki undir en Víkingum tókst að snúa því við í seinni hálfleik.

„Mér fannst við ekki alveg nógu góðir í pressunni en við fengum samt færi í fyrri hálfleik, við vorum allt í lagi en náðum bara ekki að nýta færin en í seinni kom þetta og við vorum betri í seinni hálfleiknum."

„Við komum bara inn í þennan leik og ætluðum að vinna hann og þegar við komumst yfir þá vorum við bara staðráðnir í því að ætla að halda þetta út og við komum inn í hvern einasta leik og ætlum að vinna og það er bara þannig."


Óskar skoraði jöfnunarmarkið eftir frábæra skyndisókn og var hann beðin um að lýsa því marki aðeins fyrir fréttamanni.

„Maður fékk boltann þarna í einhverri skyndisókn, ég gönnaði bara upp allan völlinn og var bara yfirvegaður í færinu mínu, skoraði, langaði að rífa mig úr að ofan." grínaðist Óskar aðeins undir lokin þegar hann nefndi að honum hafi langað að rífa sig úr að ofan.

Fréttamaður tók sérstaklega eftir því í fagninu að Óskari langaði úr að ofan. „Það var bara til að æsa." sagði Óskar léttum að lokum


Athugasemdir
banner