Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 18. október 2025 23:03
Anton Freyr Jónsson
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Óskar var frábær í kvöld
Óskar var frábær í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður bara ótrúlega vel eftir að hafa unnið hérna á Kópavogsvelli eftir að hafa lent undir en samt unnið og það er ekki til betri tilfinning." sagði Óskar Borgþórsson eftir frábæran 2-1 sigur á Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Víkingur R.

Óskar Borgþórsson var spurður út í fyrri hálfleik liðsins en liðið fór inn í hálfleik marki undir en Víkingum tókst að snúa því við í seinni hálfleik.

„Mér fannst við ekki alveg nógu góðir í pressunni en við fengum samt færi í fyrri hálfleik, við vorum allt í lagi en náðum bara ekki að nýta færin en í seinni kom þetta og við vorum betri í seinni hálfleiknum."

„Við komum bara inn í þennan leik og ætluðum að vinna hann og þegar við komumst yfir þá vorum við bara staðráðnir í því að ætla að halda þetta út og við komum inn í hvern einasta leik og ætlum að vinna og það er bara þannig."


Óskar skoraði jöfnunarmarkið eftir frábæra skyndisókn og var hann beðin um að lýsa því marki aðeins fyrir fréttamanni.

„Maður fékk boltann þarna í einhverri skyndisókn, ég gönnaði bara upp allan völlinn og var bara yfirvegaður í færinu mínu, skoraði, langaði að rífa mig úr að ofan." grínaðist Óskar aðeins undir lokin þegar hann nefndi að honum hafi langað að rífa sig úr að ofan.

Fréttamaður tók sérstaklega eftir því í fagninu að Óskari langaði úr að ofan. „Það var bara til að æsa." sagði Óskar léttum að lokum


Athugasemdir
banner
banner