Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   fim 16. október 2025 23:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísraelskir stuðningsmenn bannaðir á Villa Park
Mynd: EPA
Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv munu ekki fá að fylgjast með liðinu sínu spila gegn Aston Villa á Villa Park í Evrópudeildinni en leikurinn fer fram 6. nóvember.

Lögreglan á svæðinu treystir sér ekki til að taka á móti þeim og hefur áhyggjur af mögulegum mótmælum vegna ástandsins á Gasasvæðiniu.

Talið er að ekki verður hægt að tryggja öryggi stuðningsmanna og því hafa yfirvöld tekið þá ákvörðun að banna stuðningsmönnum ísraelska liðsins að mæta.

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er alls ekki hrifinn af þessari ákvörðun.

„Þetta er röng ákvörðun. Við líðum ekki gyðingahatur á götum okkar. Hlutverk lögreglunnar er að tryggja að allir fótboltaáhugamenn geti notið leiksins, án ótta við ofbeldi eða hótanir,“ skrifaði Starmer á X.
Athugasemdir