Markvörðurinn Nick Pope verður áfram hjá Newcastle United eftir að hafa framlengt samning sinn við félagið um eitt ár.
Sky Sports greinir frá þessu og segir að Pope hafi nýtt samningsákvæði til að framlengja við félagið, eftir að stjórnendur báðu hann um það.
Pope, sem er aðalmarkvörður Newcastle, verður því ekki samningslaus næsta sumar.
Pope er 33 ára gamall og hefur verið mjög góður á upphafi nýs úrvalsdeildartímabils.
Það voru fleiri góðar fréttir að berast úr herbúðum Newcastle. Eddie Howe þjálfari sagði að eitt af fyrstu verkefnum Ross Wilson, nýs yfirmanns fótboltamála, væri að hefja samningaviðræður við Sandro Tonali, Sven Botman og Tino Livramento sem eru mikilvægir hlekkir í liðinu.
Botman rennur út á samningi 2027 á meðan Tonali og Livramento eru samningsbundnir Newcastle til 2028 sem stendur.
Athugasemdir