Enzo Maresca, stjóri Chelsea, segist finna til með kollega sínum Ange Postecoglou sem var rekinn frá Nottingham Forest eftir leik liðanna á City Ground í dag.
Ange var rekinn um það bil 19 mínútum eftir að flautað var til leiksloka í Nottingham.
Chelsea hafði 3-0 sigur en öll þrjú mörkin voru skoruð í síðari hálfleiknum.
Forest vann ekki einn leik undir stjórn Ange, en Maresca segir að starfið býður því miður upp á þessi örlög.
„Ég finn ótrúlega til með honum og alltaf synd þegar svona gerist,“ sagði Maresca við TNT Sports.
„Við höfum samt sagt það mörgum sinnum, en því miður er þetta bransi þar sem þú þarft að vinna leiki eða við allir munum hljóta sömu örlög,“ sagði hann ennfremur.
Athugasemdir