Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   fös 17. október 2025 21:11
Ívan Guðjón Baldursson
Spiluðu ekki fyrstu 20 sekúndurnar á Spáni
Espanyol vann 0-2 gegn nýliðum Real Oviedo.
Espanyol vann 0-2 gegn nýliðum Real Oviedo.
Mynd: EPA
Real Oviedo og Espanyol áttust við í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild spænska boltans en boltinn hreyfðist ekki fyrstu 20 sekúndurnar.

Spánverjar eru æfir yfir áformum spænsku deildarinnar að hýsa að minnsta kosti einn leik á tímabili utan Spánar til að auka tekjur.

Stuðningsmenn og leikmenn eru ósáttir með þessi áform og mótmæltu í dag. Eins og staðan er núna stefnir La Liga á að láta spila viðureign Villarreal gegn Barcelona í Miami í Bandaríkjunum rétt fyrir jól.

Stuðningsmenn Oviedo og Espanyol héldu sín mótmæli og má búast við fleiri slíkum mótmælum yfir helgina og næstu helgar í spænska boltanum, en leikmenn mótmæltu með því að neita að sparka í boltann fyrstu 20 sekúndur leiksins.

Spænsku sjónvarpsmennirnir sýndu þó ekki atvikið, þeir voru snöggir að breyta um myndavélar til að sporna við því að áhorfendur heima í stofu áttuðu sig á hvað væri í gangi.

Sjáðu atvikið
Athugasemdir
banner