„Þetta var fúllt svo sannarlega. Við köstuðum þessu frá okkur, við vorum yfir í hálfleik og einhverneigin með öll tök á leiknum." sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðablik við Fótbolta.net eftir tapið gegn Víking Reykjavík í Bestu deild karla
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 2 Víkingur R.
„Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel. Við fáum hornspyrnu hérna sjálfir. Þeir blokkera fyrirgjöfina og hlaupa svo upp allan völlinn og skora og það er bara algjörlega óboðlegt af okkur og liðinu og það voru bara gríðarleg vonbrigði að hleypa þeim inn í leikinn með þessum hætti og svo auðvitað bara frábært skot frá Tarik (Ibrahimagic) sem kemur þeim yfir og við bara náðum ekki að nýta okkar færi."
Breiðablik er í baráttu um þriðja sætið sem gefur Evrópusæti að ári og með tapinu í kvöld er þetta ekki lengur í höndum Breiðabliks að ná því en liðið verður liðið að treysta á að Stjarnan misstígi sig gegn Fram en liðin mætast eftir helgi.
„Ég er bara mjög vonsvikin með þetta, fyrir klukkutíma vorum við með þetta í okkar höndum, í frábæri stöðu og þannig vildum við hafa það og þetta er úr okkar höndum og þá er það bara þannig, Við getum ekki verið að eyða tilfinningum í þetta, sá leikur fer bara einhvern veginn og það er ömurleg tilfinning að hafa ekki örlögin í okkar eigin höndum. Við tökum bara á því þegar þar að kemur hvað verður undir í Garðabænum í síðustu umferðinni,"
Viðtalið við Halldór Árnason má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.