PSG 3 - 3 Strasbourg
1-0 Bradley Barcola ('6)
1-1 Joaquin Panichelli ('26)
1-2 Diego Moreira ('41)
1-3 Joaquin Panichelli ('49)
2-3 Goncalo Ramos ('58, víti)
3-3 Senny Mayulu ('79)
1-0 Bradley Barcola ('6)
1-1 Joaquin Panichelli ('26)
1-2 Diego Moreira ('41)
1-3 Joaquin Panichelli ('49)
2-3 Goncalo Ramos ('58, víti)
3-3 Senny Mayulu ('79)
Frakklands- og Evrópumeistarar PSG tóku á móti Strasbourg í toppslag frönsku deildarinnar í kvöld og úr varð hörkuviðureign.
Bardley Barcola tók forystuna fyrir heimamenn í París en gestirnir frá Strasbourg svöruðu heldur betur fyrir sig.
Joaquín Panichelli jafnaði metin á 26. mínútu og tók Diego Moreira forystuna fyrir leikhlé, áður en Panichelli bætti öðru marki við í upphafi síðari hálfleiks. Strasbourg var þá komið tveimur mörkum yfir.
Heimamenn skiptu þá um gír og lögðu allt í sóknarleikinn sem skilaði þeim tveimur mörkum. Fyrst minnkaði Goncalo Ramos muninn úr vítaspyrnu, áður en táningurinn Senny Mayulu sem lék allan leikinn í hægri bakverði skoraði jöfnunarmarkið.
Lokatölur urðu því 3-3 og er PSG áfram á toppi frönsku deildarinnar, með 17 stig eftir 8 umferðir. Strasbourg er í öðru sæti með 16 stig.
Marseille og Lyon fylgja fast á eftir með 15 stig og eiga leik til góða. Þau geta því klifrað uppfyrir PSG og Strasbourg með sigrum um helgina.
Athugasemdir