
„Tilfinningin er bara fín, við erum bara v Þetta var hörku leikur og tvö mjög góð lið.'' segir Thelma Karen, leikmaður FH, eftir 3-2 tap gegn Breiðablik í seinustu umferð Bestu deildinni.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 2 FH
Thelma var spurð út í gengi FH í sumar.
„Heilt yfir frábært tímabil. Þetta er frábær árangur hjá liðinu,''
FH er með eitt yngst liðið í Bestu deildinni en ná þrátt fyrir það 2. sæti.
„Við erum búin að leggja ógeðslega mikið á okkur og við erum bara frábært lið og geggjaður hópur,''
Thelma var valin efnilegasti maður deildarinnar og hefur veriðið orðuð við lið eins og AS Roma.
„Það kemur í ljós, núna þarf ég bara að sjá hvað ég ætla að gera. Ég er enn þá í FH.''
Það var verið að þrífa af vellinum eftir fagnaði Breiðablik og töluverð læti urðu í þessu viðtali.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.