Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   lau 18. október 2025 10:25
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Forest og Chelsea: Enzo ekki með - Caicedo á bekknum
Moises Caicedo er ekki klár að byrja með Chelsea
Moises Caicedo er ekki klár að byrja með Chelsea
Mynd: EPA
Wood er á bekknum hjá Forest
Wood er á bekknum hjá Forest
Mynd: EPA
Ange Postecoglou og lærisveinar hans í Nottingham Forest taka á móti heims- og Sambandsdeildarmeisturum Chelsea í 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 11:30 í dag.

Landsleikjatörninni er lokið og verður nú fróðlegt að sjá hvort Postecoglou nái að rífa Forest-menn á fætur eftir hörmulega byrjun á leiktíðinni.

Forest hefur spilað sjö leiki en ekki unnið einn síðan Postecoglou tók við.

Chelsea er á meðan í góðum gír eftir að hafa unnið Englandsmeistara Liverpool, 2-1, í síðustu umferð.

Cole Palmer er fjarverandi næstu vikurnar og því ekki með, en það var stórt spurningarmerki við þátttöku Pedro Neto, Enzo Fernandez og Moises Caicedo.

Neto byrjar hjá Chelsea en Enzo er ekki með. Caicedo er ekki klár í að byrja og mun því hefja leikinn á tréverkinu.

Postecoglou gerir fimm breytingar á liði sínu. Chris Wood og Igor Jesus eru báðir á bekknum en Postecoglou er með Taiwo Awoniyi í byrjunarliðinu. Oleksandr Zinchenko, Murillo og Douglas Luiz byrja allir.

Forest: Sels; Morato, Murillo, Milenkovic; Williams, Anderson, Sangare, Douglas Luiz, Zinchenko; Gibbs-White, Awoniyi.

Chelsea: Sanchez; James, Acheampong, Chalobah, Cucurella; Gusto, Lavia; Neto, Andrey Santos, Garnacho; Joao Pedro.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner