Ítalski sóknarmaðurinn Fabio Borini er búinn að skrifa undir skammtímasamning við Salford City sem leikur í League Two deildinni á Englandi.
Hann snýr því aftur í enska boltann eftir rúmlega átta ára fjarveru eftir að hann lék með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.
Borini, sem er 34 ára gamall, lék einnig með Liverpool og Chelsea í úrvalsdeildinni auk AC Milan og AS Roma í Serie A.
Hann semur við Salford þar til í janúar en hann er búinn að vera að æfa með liðinu undanfarnar vikur. Hann á að fylla í skarðið sem Jay Bird skilur eftir í hópnum með langtímameiðslum sínum.
Borini hefur verið samningslaus síðan hann rann út á samningi hjá Sampdoria síðasta sumar.
Salford situr í níunda sæti fjórðu efstu deildar (League Two) eftir þrjá tapleiki í röð. Félagið vonar að Borini geti hjálpað við að snúa slæmu gengi við.
Borini fær treyju númer 16 hjá Salford og gæti komið við sögu strax í hádegisleiknum á morgun gegn Oldham Athletic.
Salford City is pleased to announce the signing of Fabio Borini on a short term deal!
— Salford City FC (@SalfordCityFC) October 17, 2025
The Italian striker has been training with the men’s first team for fitness over the past month, and is available for the weekend ???????? pic.twitter.com/SXjLzu5m6f
Athugasemdir