
„Fjórða sætið er það sem við ætluðum okkur og 1-1 dugði í það þannig ég er heilt yfir sáttur,'' sagði Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunnar eftir 1-1 jafntefli þeirra gegn Víking
„Ég var löngum köflum ánægður með hvernig við spiluðum. Við reyndum að leysa þetta niður á grasinu ígegnum miðjuna og gefum mark í einu þannig mómenti þar sem við erum að reyna spila úr þröngri stöðu en þannig er fótbolti. Það kostar stundum að taka sénsa en heilt yfir lásum við þennan leik vel''.
„Ég myndi ekki segja að undirbúningurinn sé hafinn, Við vorum með allan fókus á að klára þetta fjórða sæti og klára tímabilið vel leik. Við getum labbað frá þessu ánægð með það sem við lögðm í þetta og allir eru nokkuð sáttir með hvernig fótboltinn og spilamennskan hefur þróast hjá okkur.''
''Það býr hellingur í þessu liði og við getum alveg spilað góðan fótbolta og við höfum sýnt það á löngum köflum í sumar að við erum með frábært lið þannig það er bara að byggja ofan á það sem við erum að gera í dag''.
Stjarnan klárar tímabilið í 4. sæti með 32 stig.
Lestu um leikinn
Viðtalið má sjá í heild sinni fyrir ofan í spilaranum
„Ég var löngum köflum ánægður með hvernig við spiluðum. Við reyndum að leysa þetta niður á grasinu ígegnum miðjuna og gefum mark í einu þannig mómenti þar sem við erum að reyna spila úr þröngri stöðu en þannig er fótbolti. Það kostar stundum að taka sénsa en heilt yfir lásum við þennan leik vel''.
„Ég myndi ekki segja að undirbúningurinn sé hafinn, Við vorum með allan fókus á að klára þetta fjórða sæti og klára tímabilið vel leik. Við getum labbað frá þessu ánægð með það sem við lögðm í þetta og allir eru nokkuð sáttir með hvernig fótboltinn og spilamennskan hefur þróast hjá okkur.''
''Það býr hellingur í þessu liði og við getum alveg spilað góðan fótbolta og við höfum sýnt það á löngum köflum í sumar að við erum með frábært lið þannig það er bara að byggja ofan á það sem við erum að gera í dag''.
Stjarnan klárar tímabilið í 4. sæti með 32 stig.
Lestu um leikinn
Viðtalið má sjá í heild sinni fyrir ofan í spilaranum
Athugasemdir