Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
banner
   fim 16. október 2025 23:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Barcelona fylgist með landsliðsmanni Kósovó
Asllani skoraði sigurmarkið gegn Svíþjóð
Asllani skoraði sigurmarkið gegn Svíþjóð
Mynd: EPA
Barcelona hefur áhuga á að fá Fisnik Asllani, framherja Hoffenheim. Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi greinir frá þessu.

Asllani er 23 ára en hann hefur skorað fimm mörk í sjö leikjum á tímabilinu.

Hann er fæddur í Þýskalandi en er landsliðsmaður Kósovó. Kósovó hefur farið á kostum í undankeppni HM þar sem liðið er í 2. sæti í B-riðli með sjö stig eftir fjórar umferðir. Asllani var hetja liðsins í 1-0 sigri gegn Svíþjóð á dögunum.

Hann sagði í viðtali hjá Bild á dögunum að draumurinn væri að spila fyrir Barcelona.
Athugasemdir