Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
   fös 17. október 2025 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Skrýtið innkast í þýska boltanum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hannover tók á móti toppliði Schalke í næstefstu deild þýska boltans í kvöld og steinlá, 0-3.

Þegar staðan var 0-2 voru heimamenn í liði Hannover að leita að marki til að minnka muninn og fengu innkast ofarlega á vellinum.

Þeir hafa verið að æfa innköstin sín á æfingasvæðinu og fengu áhorfendur að upplifa eitt af skrýtnari innköstum sem sést hefur í langan tíma.

Markmiðið hefur verið að taka fljótt innkast, eins og tíðkast með aukaspyrnur sem eru teknar fljótt í nútímafótbolta. Til þess að gera það kastaði leikmaður Hannover boltanum í hausinn á liðsfélaga sínum sem stóð við hliðarlínuna og fékk boltann strax aftur.

Afraksturinn var sá að Hannover vann annað innkast aðeins ofar á vellinum.

Hannover 96 attempt interesting throw-in technique vs. Schalke
byu/travelnerd67 insoccer

Athugasemdir
banner
banner