Þór spilar í efstu deild næsta sumar í fyrsta sinn í 12 ár. Liðið stóð uppi sem sigurvegari í Lengjudeildinni í sumar eftir sigur gegn Þrótti í lokaumferðinni.
Það var tilkynnt á dögunum að portúgalski framherjinn Rafael Victor yrði ekki áfram hjá liðinu.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, staðfesti það í viðtali hér á fótbolti.net á dögunum að Orri Sigurjónsson og Clement Bayiha yrðu ekki áfram hjá liðinu.
Það var tilkynnt á dögunum að portúgalski framherjinn Rafael Victor yrði ekki áfram hjá liðinu.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, staðfesti það í viðtali hér á fótbolti.net á dögunum að Orri Sigurjónsson og Clement Bayiha yrðu ekki áfram hjá liðinu.
Clement gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið eftir að hafa spilað í Kanada. Hann 22 leiki í deild og bikar og skoraði fjögur mörk.
„Hann átti frábært tímabil en það var tekin ákvörðun um það að sækja öðrvísi týpu," sagði Siggi.
Orri er uppalinn í Þór en hann sneri aftur til Akureyrar fyrir tímabilið eftir tvö tímabil hjá Fram. Hann hefur verið gríðarlega óheppinn með höfuðmeiðsli.
„Hann mun ekki spila fótbolta á næsta tímabili. Þessi leikur á móti Þrótti skildi eftir nokkra daga af eftirköstum eftir höfuðmeiðsli."
Athugasemdir