Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   lau 18. október 2025 13:57
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Millwall í þriðja sætið
Mihailo Ivanovic skoraði í sigri Millwall
Mihailo Ivanovic skoraði í sigri Millwall
Mynd: Millwall FC
Millwall kom sér upp í 3. sæti ensku B-deildarinnar með því að leggja QPR að velli, 2-1, í Lundúnum í dag.

Femi Azeez og Mihailo Ivanovic komu Millwall í tveggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks. QPR var með góða stjórn á fyrri hálfleiknum áður en Millwall skoraði mörkin og geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki nýtt sér góða stöðu.

Rumarn Burrell minnkaði muninn fyrir QPR á 85. mínútu en lengra komst liðið ekki. QPR hafði farið í gegnum sex leiki án þess að tapa en þeirri hrinu er lokið. Millwall hefur ekki enn tapað útileik á tímabilinu.

Millwall fer upp í 3. sætið með 17 stig en QPR í 7. sæti með 15 stig.

Oxford vann annan leik sinn í deildinni er liðið marði 1-0 sigur á Derby Couny. Stanley Mills skoraði sigurmarkið á 24. mínútu.

Southampton og Swansea gerðu markalaust jafntefli á St. Mary's leikvanginum eftir ótrúlega yfirburði heimamanna. Það gekk hins vegar erfiðlega að koma boltanum í netið og er það Swansea sem fór ánægt heim.

Swansea er í 11. sæti með 13 stig en Southampton í 14. sæti með 12 stig.

Southampton 0 - 0 Swansea

Oxford United 1 - 0 Derby County
1-0 Stanley Mills ('24 )

QPR 1 - 2 Millwall
0-1 Femi Azeez ('36 )
0-2 Mihailo Ivanovic ('45 )
1-2 Rumarn Burrell ('85 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 10 6 3 1 14 7 +7 21
2 Coventry 10 5 5 0 27 7 +20 20
3 Stoke City 10 5 3 2 12 6 +6 18
4 West Brom 10 5 2 3 10 10 0 17
5 Millwall 10 5 2 3 11 13 -2 17
6 Leicester 9 4 4 1 13 8 +5 16
7 Preston NE 10 4 4 2 11 8 +3 16
8 Charlton Athletic 10 4 3 3 10 8 +2 15
9 Hull City 10 4 3 3 16 17 -1 15
10 QPR 10 4 3 3 14 16 -2 15
11 Bristol City 10 3 5 2 15 10 +5 14
12 Ipswich Town 9 3 4 2 16 10 +6 13
13 Watford 10 3 4 3 11 11 0 13
14 Swansea 10 3 4 3 10 10 0 13
15 Portsmouth 9 3 3 3 8 9 -1 12
16 Southampton 10 2 6 2 11 12 -1 12
17 Birmingham 10 3 3 4 9 13 -4 12
18 Wrexham 10 2 4 4 14 16 -2 10
19 Oxford United 10 2 3 5 11 13 -2 9
20 Norwich 10 2 3 5 11 14 -3 9
21 Blackburn 9 2 2 5 7 11 -4 8
22 Derby County 10 1 5 4 11 16 -5 8
23 Sheff Wed 10 1 3 6 8 22 -14 6
24 Sheffield Utd 10 1 1 8 3 16 -13 4
Athugasemdir
banner