Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   lau 18. október 2025 17:14
Hafþór Örn Laursen
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Kvenaboltinn
Einar Guðnason, þjálfari Víkings.
Einar Guðnason, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
''Ég held þetta hafi bara verið sanngjörn úrslit'', sagði Einar Guðna, þjálfari Víkings eftir 1-1 jafntefli þeirra gegn Stjörnunni.

„Stjarnan voru miklu betri en við í fyrri hálfleik, skoruðu mark og skot í slá. Við vorum ekki í pressu né í uppspili og það tók okkur svolítin tíma að finna taktinn, kannski því vorum með aðeins öðruvísi pressu en venjulega og smá tilraunamennska sem kannski virkaði ekki alveg nógu vel en svo fórum við í okkar gömlu góðu sem virkaði miklu betur. Það tók okkur svona 40 mínútur að finna svæðin og þegar það tókst þá fór það að ganga. Í seinni hálfleik snerist soldið við, við vorum sterkara liðið fannst mér og skorum fínt mark, þannig heilt yfir þá er jafntefli soldið sanngjarnt.''

Einar tók við liðinu í lok júni eftir að John Andrews var rekinn eftir slæmt gengi Víkings sem sat þá í næstneðsta sæti með 7 stig eftir 10 umferðir.

''Ég er fyrst og fremst stoltur að hafa fengið tækifærið að koma hérna og taka við þessu stórveldi. Ég er líka stoltur af leikmönnunum og öðrum í þjálfarateyminu fyrir að hafa tekið vel á móti mér og allan kraftinn sem allir hafa sett inn í þetta. Tala svo nú ekki um sjálfboðaliðina í kringum þetta. Þetta er virkilega flott umgjörð í Víking og það bara kallar á það að við þurfum að gera betur og lenda ofar.''

Víkingur klára tímabilið í 5. sæti með 29 stig.
Lestu um leikinn
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner