Fotbollskanalen greinir frá því að sænska fótboltasambandið sé að ganga frá samningi við Graham Potter um að hann taki við sænska landsliðinu af Jon Dahl Tomasson sem var rekinn á þriðjudag.
Svíum hefur gengið hörmulega í undankeppni fyrir HM á næsta ári þar sem liðið er aðeins með eitt stig úr fjórum leikjum og þarf á kraftaverki að halda til að stela öðru sæti B-riðils af Kósovó.
Potter er án starfs eftir að hafa verið rekinn frá West Ham United í lok september. Hann varð nafn í fótboltaheiminum eftir magnaðan árangur með Östersund í sænska boltanum, þegar hann fór með liðið úr fjórðu deild og alla leið í Evrópudeildina. Þar datt liðið úr leik gegn Arsenal í 32-liða úrslitum, þrátt fyrir sigur á Emirates leikvanginum.
Potter var hjá Östersund í sjö ár og hefur síðan þá stýrt Swansea, Brighton, Chelsea og West Ham í enska boltanum. Hann á þrjá syni og eru tveir þeirra fæddir í Svíþjóð, hann segir að þeir elski landið og fótboltann þar.
Svíum hefur gengið hörmulega í undankeppni fyrir HM á næsta ári þar sem liðið er aðeins með eitt stig úr fjórum leikjum og þarf á kraftaverki að halda til að stela öðru sæti B-riðils af Kósovó.
Potter er án starfs eftir að hafa verið rekinn frá West Ham United í lok september. Hann varð nafn í fótboltaheiminum eftir magnaðan árangur með Östersund í sænska boltanum, þegar hann fór með liðið úr fjórðu deild og alla leið í Evrópudeildina. Þar datt liðið úr leik gegn Arsenal í 32-liða úrslitum, þrátt fyrir sigur á Emirates leikvanginum.
Potter var hjá Östersund í sjö ár og hefur síðan þá stýrt Swansea, Brighton, Chelsea og West Ham í enska boltanum. Hann á þrjá syni og eru tveir þeirra fæddir í Svíþjóð, hann segir að þeir elski landið og fótboltann þar.
Viðræður Potter og sænska sambandsins hafa gengið vel og er búist við því að samningar verði undirritaðir á næstu dögum.
Athugasemdir