Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
   fös 17. október 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir leikir eftir við erkifjendurna - Blikar geta tryggt sér úrslitaleik
Breiðablik vann sannfærandi 3-1 sigur á Víkingi á Kópavogsvelli í sumar.
Breiðablik vann sannfærandi 3-1 sigur á Víkingi á Kópavogsvelli í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan og Breiðablik mætast í lokaumferðinni.
Stjarnan og Breiðablik mætast í lokaumferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Breiðablik tekur á móti Íslandsmeisturum Víkings annað kvöld í næstsíðutu umferð Bestu deildarinnar. Eina spennan í efri hlutanum, eftir að Víkingur tryggði sér titilinn í síðustu umferð, er hvaða lið komast í Evrópu.

Blikar hafa ekki átt gott tímabil í Bestu deildinni, liðið náði í góð úrslit fyrri hluta móts en það hefur verið minna um þau seinni hlutann en Íslandsmeistarar síðasta árs gátu loksins leyft sér að fagna gegn Fram í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Blikar sitja í 4. sæti deildarinnar.

Þrátt fyrir erfiðleika undanfarna mánuði þá á Breiðablik enn möguleika á Evrópusæti og meira að segja, ef allt gengur upp, möguleika á því að enda í 2. sæti deildarinnar.

Til þess að liðið nái Evrópusæti þarf liðið að komast upp fyrir Stjörnuna sem er með tveimur stigum meira í 3. sætinu.

Eins og allir vita þá hefur verið mikill rígur milli Breiðabliks og Víkings undanfarin ár og ef Breiðablik vinnur þann leik þá tryggir liðið sér úrslitaleik við nágranna sína, Stjörnuna, um Evrópusæti í lokaumferðinni.

Ef Breiðablik nær hins vegar ekki að vinna Víking annað kvöld þarf liðið að treysta á að Stjarnan misstígi sig gegn Fram á mánudagskvöld.

Breiðablik hefur unnið báða leikina gegn Stjörnunni í sumar og fengið fjögur stig úr leikjunum tveimur gegn Víkingi. Frá því að Víkingur komst á skrið fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan er Breiðablik eina liðið til að taka stig af Íslandsmeisturunum.

26. umferð - Efri hluti
laugardagur 18. október
19:15 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)

sunnudagur 19. október
19:15 Valur-FH (N1-völlurinn Hlíðarenda)

mánudagur 20. október
19:15 Fram-Stjarnan (Lambhagavöllurinn)

Lokaumferðin verður svo spiluð eftir rúma viku.
Útvarpsþátturinn - Lokabardagar Bestu deildarinnar
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 25 15 6 4 54 - 30 +24 51
2.    Valur 25 13 5 7 57 - 40 +17 44
3.    Stjarnan 25 12 5 8 47 - 41 +6 41
4.    Breiðablik 25 10 9 6 42 - 38 +4 39
5.    FH 25 8 8 9 42 - 38 +4 32
6.    Fram 25 9 5 11 36 - 36 0 32
Athugasemdir
banner