Sveinn Leó Bogason verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Þórs en félagið tilkynnti þetta í kvöld.
Sveinn Leó er uppalinn Þórsari, eftir að skórnir fóru á hilluna eftir sumarið 2017 þjálfaði hann 2. flokk félagsins frá 2018-2021.
Sveinn Leó er uppalinn Þórsari, eftir að skórnir fóru á hilluna eftir sumarið 2017 þjálfaði hann 2. flokk félagsins frá 2018-2021.
Hann hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks undanfarin fjögur ár, tvö ár undir stjórn Þorláks Árnasonar og tvö ár undir stjórn Sigurðar Heiðars Höskuldssonar.
Þór tryggði sér sæti í Bestu deildinni með sigri í Lengjudeildinni síðasta sumar. Liðið spilar í efstu deild á næsta ári í fyrsta sinn síðan 2014.
Athugasemdir