Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   fös 17. október 2025 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Amorim: Stjórnin styður við bakið á mér
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ruben Amorim þjálfari Manchester United segist njóta stuðnings frá yfirmanni sínum Sir Jim Ratcliffe.

Einhverjir fjölmiðlar telja starf Amorim hjá Rauðu djöflunum vera í hættu en Portúgalinn er ósammála því.

Ratcliffe sagði í viðtali á dögunum að Amorim ætti að fá þrjú ár við stjórnvölinn til að sanna að hann sé rétti maðurinn í starfið.

„Hann er stöðugt að styðja við bakið á mér, bæði í samtölum og með skilaboðum eftir leiki. Við þekkjum báðir fótbolta og við vitum að það mikilvægasta er alltaf næsti leikur hverju sinni. Það er ekki hægt að stjórna því hvað gerist í fótbolta, það er ekki hægt að ákveða fyrirfram hvernig næsti dagur verður," sagði Amorim á fréttamannafundi í dag.

Man Utd heimsækir Englandsmeistara Liverpool á sunnudaginn eftir erfiða byrjun á nýju tímabili.

„Þessi stuðningur er mjög mikilvægur fyrir mig útaf öllu umtalinu sem á sér stað í fjölmiðlum. Omar (Berrada) og Jason (Wilcox) eru líka duglegir í því að styðja við bakið á mér.

„Stundum set ég alltof mikla pressu á sjálfan mig og liðið. Ég veit að þetta verkefni mun taka sinn tíma en ég vil ekki að leikmennirnir hugsi þannig útaf því að það gefur þeim tilfinningu um að við höfum nægan tíma til að rétta úr kútnum. Ég vil ekki hafa þá tilfinningu í klefanum."


United er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 10 stig eftir 7 umferðir. Liverpool er í öðru sæti með 15 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner