Marcus Rashford er kominn með 3 mörk og 5 stoðsendingar í fyrstu 10 leikjunum sínum með Barcelona.
Hann er stoðsendingahæsti leikmaður Börsunga á tímabilinu og sá næstmarkahæsti eftir Robert Lewandowski, sem er kominn með 4 mörk.
Rashford átti mjög erfitt á síðustu misserum hjá Manchester United en var öflugur á láni hjá Aston Villa á seinni hluta síðustu leiktíðar og hefur farið mjög vel af stað hjá Barcelona.
15.10.2025 08:00
Rashford vill ná meiri stöðugleika: Var í röngu umhverfi
„Ég er á mjög góðum stað og ég veit að ég get gert ennþá betur. Ég þurfti að endurræsa eftir erfitt síðasta tímabil og hjá Barcelona er ég endurnærður. Ég er ekki langt frá minu besta og þá get ég aftur orðið besta útgáfan af sjálfum mér," segir Rashford.
„Á erfiðum tímum hugsa ég til baka um þegar ég var lítill strákur sem spilaði fótbolta upp á gamanið. Ég elska fótbolta og þetta er ástæðan fyrir að við förum í gegnum erfiðar æfingar, mikinn aga og pressu. Við elskum þetta.
„Ég er ánægður með að vera stoðsendingahæstur hjá Barca en ég veit að ég get gert betur. Ég er nálægt mínu besta. Mér líður eins og liðið hérna passi fullkomlega við mig og mér líður eins og ég geti hjálpað liðsfélögunum. Þetta er frábært skref fyrir minn feril og ég er bjartsýnn á framtíðina."
Rashford var einnig spurður út í Cristiano Ronaldo sem var liðsfélagi hans hjá Man Utd í eitt og hálft tímabil.
„Ég var heppinn að spila með Cristiano. Að fylgjast með honum úr návígi kenndi mér margt, sérstaklega hvað það þýðir að vera á toppnum í svona mörg ár."
17.10.2025 09:30
Rashford: England mun sjá bestu útgáfuna af mér
Athugasemdir