Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
   sun 19. október 2025 10:54
Brynjar Ingi Erluson
Vill ekki missa Mainoo og Zirkzee - „Það er einhver hávaði“
Kobbie Mainoo
Kobbie Mainoo
Mynd: EPA
Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segist ólmur vilja halda Kobbie Mainoo og Joshua Zirkzee hjá félaginu út leiktíðina.

Mainoo, sem er tvítugur Englendingur, reyndi að komast frá United undir lok síðasta glugga.

Hann vildi fara annað í leit að meiri spiltíma en fékk ekki ósk sína uppfyllta.

Samkvæmt ensku miðlunum mun hann reyna að fara á láni í janúarglugganum og sama á við um Zirkzee en báðir hafa fengið fáar mínútur á þessari leiktíð.

Amorim vill halda þeim áfram hjá félaginu og gefur sterklega í skyn að þeir verði áfram.

„Zirkzee og Mainoo eru okkar leikmenn og við þurfum gott tímabil frá öllum. Sumir leikmenn eru ekki að spila og það er einhver hávaði. Sumir vilja spila, en eins og þú sagðir þá er HM framundan og það eru umboðsmenn þarna úti sem eru öllum stundum að hlusta á leikmennina tala,“ sagði Amorim.

Mainoo hefur spilað 203 mínútur í öllum keppnum á meðan Zirkzee hefur aðeins spilað 82 mínútur.
Athugasemdir