Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   fim 16. október 2025 21:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Verður Benítez næsti stjóri Sverris Inga?
Mynd: EPA
Grískir fjölmiðlar greina frá því að Rafa Benítez verði ráðinn þjálfari Panathinaikos.

Hann er staddur í Aþenu í viðræðum við félagið. Benítez er fyrrum stjóri Liverpool, Inter, Chelsea, Napoli og Real Madrid.

Rui Vitória var rekinn sem stjóri Panathinaikos eftir tvær umferðir en liðið náði aðeins í eitt stig. Christos Kontis var ráðinn tímabundið í hans stað og liðið er með átta stig eftir fimm umferðir.

Sverrir Ingi Ingason er leikmaður Panathinaikos en hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu á tímabilinu.
Athugasemdir
banner