Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 17. október 2025 08:56
Elvar Geir Magnússon
Palmer missir af sex vikum í viðbót
Mynd: EPA
Cole Palmer er algjör lykilmaður hjá Chelsea en hann hefur ekki spilað síðan 20. september vegna meiðsla. Það er enn langt í endurkomu hans.

„Því miður hafði ég rangt fyrir mér. Hann verður frá í sex vikur til viðbótar. Hann er einn besti leikmaður deildarinnar og það er erfitt að fylla hans skarð," sagði Enzo Maresca, stjóri Chelsea, á fréttamannafundi í morgun. Þetta er þungt högg fyrir Chelsea.

Palmer hefur einungis spilað í fjórum leikjum á tímabilinu.

Chelsea er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið mætir Nottingham Forest í hádegisleiknum á morgun.

Moises Caicedo, Pedro Neto og Enzo Fernandez eru allir tæpir fyrir leikinn. Varnarmaðurinn Benoit Badiashile verður frá þar til í desember en góðu fréttirnar eru að Tosin Adarabioyo, Wesley Fofana og Andrey Santos snúa allir aftur.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner