Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   fim 16. október 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Svekkjandi jafntefli hjá Söndru Maríu
Kvenaboltinn
Mynd: Köln
Sandra María Jessen var í byrjunarliði Köln í svekkjandi jafntefli gegn Leverkusen í þýsku deildinni í kvöld.

Sandra María hafði skorað í tveimur leikjum í röð fyrir leik kvöldsins.

Köln var með 2-0 forystu en Leverkusen minnkaði muninn þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Liðið jafnaði síðan metin undir lokin og þar við sat.

Köln er í 10. sæti með sjö stig eftir sex umferðir en Leverkusen er með 13 stig í 4. sæti.
Athugasemdir
banner