Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
   lau 18. október 2025 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hafnaði tækifærinu að fylgja Inzaghi til Al-Hilal
Ausilio hefur starfað fyrir Inter í tæplega 30 ár.
Ausilio hefur starfað fyrir Inter í tæplega 30 ár.
Mynd: EPA
Piero Ausilio, yfirmaður fótboltamála hjá Inter, hafnaði starfstilboði frá sádi-arabíska stórveldinu Al-Hilal í sumar.

Al-Hilal tókst að krækja í Simone Inzaghi sem aðalþjálfara eftir að hann stýrði Inter til annars sætis í Meistaradeild Evrópu í annað skipti á þremur árum og vildu Arabarnir fá Ausilio með honum.

„Ég er ánægður hjá Inter og samningsbundinn félaginu til 2027," sagði Ausilio þegar hann var spurður út í áhugann frá Al-Hilal.

„Ég hef áður fengið mikilvæg tilboð á dvöl minni hér en aldrei viljað yfirgefa félagið. Ég get alltaf sagt nei ef ég vil ekki fara."

Al-Hilal er með 8 stig eftir fjórar fyrstu umferðirnar á nýju tímabili í sádi-arabísku deildinni. Inter er með 12 stig eftir 6 umferðir í Serie A.
Athugasemdir