Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
banner
   fim 16. október 2025 21:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Dramatískur sigur hjá Glódísi - Umdeilt rautt spjald í sigri Man Utd
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Bayern þegar liðið fékk Juventus í heimsókn í 2. umferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Liðið steinlá 7-1 gegn Barcelona í fyrstu umferð og leitaði því að fyrsta sigrinum.

Pernille Harder kom Bayern yfir en Eva Schatzer jafnaði metin fyrir Juventus stuttu síðar. Bayern var mun betri aðlinn og Lea Schuller skoraði sigurmarkið þegar sex mínútur voru komnar frram yfir venjulegan leiktíma

Bæði lið eru með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Fridolina Rolfo var hetja Man Utd í 1-0 sigri gegn Atletico Madrid. Hún skoraði eina markið eftir 24 mínútna leik. Dominique Janssen, varnarmaður Man Utd, fékk umdeilt rautt spjald stuttu síðar fyrir brot fyrir utan teiginn.

Dómarinn gaf henni gult en eftir skoðun í VAR fékk hún rauða spjaldið en gula spjaldið virtist sanngjarn dómur. Man Utd er með sex stig en Atletico með þrjú.

Evrópumeistarar Arsenal nældu í sín fyrstu stig með 2-0 sigri gegn Benfica. Þá vann Real Madrid 2-1 gegn PSG á útivelli. Real Madrid er með sex stig en PSG án stiga.

Dominique Janssen (Man Utd) straight red card vs Atletico Madrid, 41'
byu/SOERERY insoccer

Athugasemdir
banner
banner