Heung-min Son hefur verið sjóðandi heitur fyrir LAFC að undanförnu en hann skoraði tvennu í 3-0 sigri liðsins gegn St. Louis City í bandarísku MLS deildinni í nótt.
Hann hefur skorað sjö mörk og lagt upp tvö í síðustu fjórum leikjum fyrir liðið eftir landsleikjahlé en hann skoraði tvö mörk í tveimur leikjum fyrir Suður-Kóreu í landsleikjahléinu.
Hann hefur skorað sjö mörk og lagt upp tvö í síðustu fjórum leikjum fyrir liðið eftir landsleikjahlé en hann skoraði tvö mörk í tveimur leikjum fyrir Suður-Kóreu í landsleikjahléinu.
LAFC hefur unnið fjóra leiki í röð og er í 4. sæti Vesturdeildar með 53 stig eftir 30 umferðir.
Rob Holding var í byrjunarliði Colorado Rapids sem gerði 1-1 jafntefli gegn Minnesota United. Colorado er í 8. sæti Vesturdeildar með 40 stig eftir 32 leiki.
Lionel Messi og Jordi Alba voru arkitektarnir af marki Tadeo Allende í 1-1 jafntefli Inter Miami gegn Toronto. Miami er í 4. sæti Austurdeildar með 56 stig eftir 30 umferðir.
Athugasemdir