Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   mán 28. október 2024 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Loksins vann varnarsinnaður leikmaður Ballon d'Or
Mynd: EPA

Rodri var valinn besti leikmaður ársins á Ballon d'Or hátíðinni í kvöld.

Hann var frábær á síðasta tímabili og var gríðarlega mikilvægur fyrir Man City sem varð enskur meistari og spænska landsliðið sem varð Evrópumeistari.


Ilkay Gundogan, liðsfélagi Rodri, hjá Man City sendi honum kveðju á X eftir að það kom í ljós að Rodri vann Gullboltann.

„Frá og með deginum í dag er hann loksins ekki vanmetinn. Hamingjuóskir til liðsfélaga míns, Rodri, fyrir að vinna Ballon d'Or. Fyrir mér er þetta mjög verðskuldað," skrifaði Gundogan.

„Ég er sérstaklega ánægður að varnarsinnaður leikmaður vann og ekki alltaf bara sóknarsinnaðir leikmenn. Rodri er fullkominn miðjumaður og það er enginn sem spilar þessa stöðu betur en hann. Það eru mörg félögu í Evrópu sem eru að leita að heimsklassa varnarsinnuðum miðjumanni en hann er sá eini. Þvílík framför undanfairn ár."

Árið 2006 var Fabio Cannavaro síðasti varnarsinnaði leikmaðurinn til að vinna Ballon d'Or.


Athugasemdir
banner
banner