Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. nóvember 2018 15:34
Magnús Már Einarsson
Gummi Júl með slitið krossband - Ekki með HK næsta sumar
Hugað að meiðslum Gumma í leiknum í síðustu viku.
Hugað að meiðslum Gumma í leiknum í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK hefur orðið fyrir áfalli en varnarmaðurinn Guðmundur Þór Júlíusson er með slitið krossband og verður ekki með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar. Guðmundur varð fyrir meiðslunum í sigri á FH í Bose-mótinu í síðustu viku.

Guðmundur var í lykilhlutverki þegar HK komst upp úr Inkasso-deildinni síðastliðið sumar. HK fékk einungis þrettán mörk á sig í deildinni og Gummi var valinn í lið árins.

„Þetta eru skelfilegar fréttir í ljósi þess að við erum nýbúnir að tryggja okkur upp í deild þeirra bestu," sagði Gummi við Fótbolta.net í dag.

Gummi er uppalinn í Fjölni en hann hefur leikið með HK undanfarin ár. „Persónulega er þetta hrikalega sárt þar sem að ég er búin að spila alla leiki alltaf frá því ég kom í HK árið 2014. Ég hef aldrei meiðst á þessum tíma mínum hjá HK og þetta er búið að vera markmið mitt frá því ég kom í félagið fyrst að koma þeim upp í Pepsi deildina."

„Þetta er besta tímabil sem ég hef spilað, og frábært tímabil hjá öllu liðinu og öllum í kringum liðið. Það eru tíu ár síðan HK spilað síðast í deildinni þannig jú þetta er sárt en maður lætur til sín taka á hliðarlínunni í sumar."

Guðmundur er á leið í aðgerð og verður frá keppni fram á næst haust. „Það má búast við mér aftur á völlinn fyrir Pepsi 2020. Það er erfitt að horfa í það en maður er ungur og þetta er bara eitt ár af 25 árum þannig maður verður duglegur að vinna í öðrum þáttum á meðan og mæta enn sterkari til baka," sagði Gummi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner