Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
   lau 28. nóvember 2020 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Sheffield United og West Brom: Tvö neðstu liðin
Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni þennan laugardaginn er fallbaráttuslagur West Brom og Sheffield United. Leikurinn hefst klukkan 20:00.

Þetta eru tvö neðstu lið deildarinnar. Sheffield United, sem var spútnikliðið á síðustu leiktíð, er aðeins með eitt stig á botninum. West Brom er með þrjú stig í næst neðsta sæti.

Slaven Bilic, stjóri West Brom, gerir eina breytingu frá 1-0 tapinu gegn Manchester United um síðustu helgi. Grady Diangana fer á bekkinn og Callum Robinson kemur inn. Robinson er að mæta sínum gömlu félögum.

Hinn 24 ára gamli Kean Bryan leikur sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Hann kemur inn í byrjunarlið Sheffield United fyrir Ethan Ampadu og byrjar í þriggja manna vörn með Chris Basham og John Egan.

Byrjunarlið West Brom: Johnstone, Furlong, Bartley, Ivanovic, Ajayi, Townsend, Gallagher, Sawyers, Pereira, Robinson, Grant.
(Varamenn: Button, O’Shea, Harper, Krovinovic, Diangana, Phillips, Robson-Kanu)

Byrjunarlið Sheffield United: Ramsdale, Baldock, Basham, Egan, Bryan, Lowe, Berge, Fleck, Norwood, McBurnie, Burke.
(Varamenn: Verrips, Osborn, Jagielka, Lundstram, Brewster, Mousset, McGoldrick)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
14 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
15 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
16 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner