Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 28. nóvember 2024 13:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Lengjudeildin
Aðalsteinn Jóhann - Alli Jói.
Aðalsteinn Jóhann - Alli Jói.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Stór tilkynning hjá Völsungi í gær.
Stór tilkynning hjá Völsungi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
'Hann hefur gert þetta allt áður, er hrikalega góður og ég er hrikalega spenntur að hann verði partur af okkur næsta sumar'
'Hann hefur gert þetta allt áður, er hrikalega góður og ég er hrikalega spenntur að hann verði partur af okkur næsta sumar'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsungs, framlengdi samning sinn við félagið í gær. Hann verður áfram aðalþjálfari karlaliðsins og verður annar af tveimur aðalþjálfurum kvennaliðsins. Alli Jói, eins og hann er kallaður, ræddi við Fótbolta.net eftir að hann var búinn að skrifa undir ásamt þeim Elfari Árna Aðalsteinssyni, Bjarka Baldvinssyni, Arnari Pálma Kristjánssyni og Rafnari Mána Gunnarssyni.

„Ekki spurning að þetta er ánægjulegur dagur. Arnar er fyrirliði hjá okkur og hann og Rafnar byrjuðu alla leiki hjá okkur síðasta sumar. Það er hrikalega mikilvægt og mjög sterkt að klára að semja við þá. Bjarki og Elfar hafa spilað þúsund leiki saman og það kitlaði Bjarka rosalega að vera partur af þessu með Elfari þegar hann kæmi heim. Að Bjarki hafi ákveðið að taka slaginn með okkur mun styrkja leikmannahópinn gríðarlega, hrikalega hæfileikaríkur leikmaður," sagði Alli Jói.

„Rúsínan í pylsuendanum er svo Elfar Árni, hann er ekki eðlilega góður leikmaður, með frábæran feril og mikla reynslu. Þetta er sennilega eins stórt og það gerist fyrir Völsung."

„Við reyndum alveg að fá hann í sumar en það bara gekk ekki upp. Samtalið fór svo í gang eftir tímabilið og ég er hrikalega ánægður að Elfar sé kominn heim í grænt."

„Hann hefur gert þetta allt áður, er hrikalega góður og ég er hrikalega spenntur að hann verði partur af okkur næsta sumar."


Alli Jói vildi sjá félagið framlengja við þá sem fyrir voru í Völsungsliðinu. „Það er í gangi og í kjölfarið lítum við í kringum okkur og styrkjum okkur með alvöru karakterum. Við erum aðeins að hlera, en númer eitt, tvö og þrjú er að ganga frá leikmannahópnum sem kom liðinu upp, því hann var hrikalega góður. Aðkomumennirnir sem komu og voru með í því voru hrikalega góðir og áhersla á hvort við getum ekki klárað að semja við þá leikmenn. Í kjölfarið lítum við meira í kringum okkur."

Liðið betra með Steinþór innanborðs
Þjálfarinn segir að reynsluboltinn Steinþór Freyr Þorsteinsson muni taka slaginn áfram með liðinu. „Hann mætti á fyrstu æfingu en reyndar lét sig svo hverfa til útlanda, var á Etihad á þriðjudaginn. Ég reikna fastlega með honum áfram. Það var mikill fengur í honum, þó að hann hafi bara náð að klára einn leik í sumar þá spilaði hann 20 leiki með okkur í sumar. Tölfræðin sýnir að þegar hann var með þá gekk liðinu betur."

Í lok viðtalsins var þjálfarinn spurður út í Juan Guardia, miðvörðinn öfluga, sem lék með Völsungi í sumar. Hann hefur kíkt á æfingar með Þór að undanförnu. Alli Jóa vonar að Juan verði áfram í grænu á næsta tímabili.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner