Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 28. nóvember 2024 13:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Lengjudeildin
Aðalsteinn Jóhann - Alli Jói.
Aðalsteinn Jóhann - Alli Jói.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Stór tilkynning hjá Völsungi í gær.
Stór tilkynning hjá Völsungi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
'Hann hefur gert þetta allt áður, er hrikalega góður og ég er hrikalega spenntur að hann verði partur af okkur næsta sumar'
'Hann hefur gert þetta allt áður, er hrikalega góður og ég er hrikalega spenntur að hann verði partur af okkur næsta sumar'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsungs, framlengdi samning sinn við félagið í gær. Hann verður áfram aðalþjálfari karlaliðsins og verður annar af tveimur aðalþjálfurum kvennaliðsins. Alli Jói, eins og hann er kallaður, ræddi við Fótbolta.net eftir að hann var búinn að skrifa undir ásamt þeim Elfari Árna Aðalsteinssyni, Bjarka Baldvinssyni, Arnari Pálma Kristjánssyni og Rafnari Mána Gunnarssyni.

„Ekki spurning að þetta er ánægjulegur dagur. Arnar er fyrirliði hjá okkur og hann og Rafnar byrjuðu alla leiki hjá okkur síðasta sumar. Það er hrikalega mikilvægt og mjög sterkt að klára að semja við þá. Bjarki og Elfar hafa spilað þúsund leiki saman og það kitlaði Bjarka rosalega að vera partur af þessu með Elfari þegar hann kæmi heim. Að Bjarki hafi ákveðið að taka slaginn með okkur mun styrkja leikmannahópinn gríðarlega, hrikalega hæfileikaríkur leikmaður," sagði Alli Jói.

„Rúsínan í pylsuendanum er svo Elfar Árni, hann er ekki eðlilega góður leikmaður, með frábæran feril og mikla reynslu. Þetta er sennilega eins stórt og það gerist fyrir Völsung."

„Við reyndum alveg að fá hann í sumar en það bara gekk ekki upp. Samtalið fór svo í gang eftir tímabilið og ég er hrikalega ánægður að Elfar sé kominn heim í grænt."

„Hann hefur gert þetta allt áður, er hrikalega góður og ég er hrikalega spenntur að hann verði partur af okkur næsta sumar."


Alli Jói vildi sjá félagið framlengja við þá sem fyrir voru í Völsungsliðinu. „Það er í gangi og í kjölfarið lítum við í kringum okkur og styrkjum okkur með alvöru karakterum. Við erum aðeins að hlera, en númer eitt, tvö og þrjú er að ganga frá leikmannahópnum sem kom liðinu upp, því hann var hrikalega góður. Aðkomumennirnir sem komu og voru með í því voru hrikalega góðir og áhersla á hvort við getum ekki klárað að semja við þá leikmenn. Í kjölfarið lítum við meira í kringum okkur."

Liðið betra með Steinþór innanborðs
Þjálfarinn segir að reynsluboltinn Steinþór Freyr Þorsteinsson muni taka slaginn áfram með liðinu. „Hann mætti á fyrstu æfingu en reyndar lét sig svo hverfa til útlanda, var á Etihad á þriðjudaginn. Ég reikna fastlega með honum áfram. Það var mikill fengur í honum, þó að hann hafi bara náð að klára einn leik í sumar þá spilaði hann 20 leiki með okkur í sumar. Tölfræðin sýnir að þegar hann var með þá gekk liðinu betur."

Í lok viðtalsins var þjálfarinn spurður út í Juan Guardia, miðvörðinn öfluga, sem lék með Völsungi í sumar. Hann hefur kíkt á æfingar með Þór að undanförnu. Alli Jóa vonar að Juan verði áfram í grænu á næsta tímabili.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner