Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
   fim 28. nóvember 2024 13:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Lengjudeildin
Aðalsteinn Jóhann - Alli Jói.
Aðalsteinn Jóhann - Alli Jói.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Stór tilkynning hjá Völsungi í gær.
Stór tilkynning hjá Völsungi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
'Hann hefur gert þetta allt áður, er hrikalega góður og ég er hrikalega spenntur að hann verði partur af okkur næsta sumar'
'Hann hefur gert þetta allt áður, er hrikalega góður og ég er hrikalega spenntur að hann verði partur af okkur næsta sumar'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsungs, framlengdi samning sinn við félagið í gær. Hann verður áfram aðalþjálfari karlaliðsins og verður annar af tveimur aðalþjálfurum kvennaliðsins. Alli Jói, eins og hann er kallaður, ræddi við Fótbolta.net eftir að hann var búinn að skrifa undir ásamt þeim Elfari Árna Aðalsteinssyni, Bjarka Baldvinssyni, Arnari Pálma Kristjánssyni og Rafnari Mána Gunnarssyni.

„Ekki spurning að þetta er ánægjulegur dagur. Arnar er fyrirliði hjá okkur og hann og Rafnar byrjuðu alla leiki hjá okkur síðasta sumar. Það er hrikalega mikilvægt og mjög sterkt að klára að semja við þá. Bjarki og Elfar hafa spilað þúsund leiki saman og það kitlaði Bjarka rosalega að vera partur af þessu með Elfari þegar hann kæmi heim. Að Bjarki hafi ákveðið að taka slaginn með okkur mun styrkja leikmannahópinn gríðarlega, hrikalega hæfileikaríkur leikmaður," sagði Alli Jói.

„Rúsínan í pylsuendanum er svo Elfar Árni, hann er ekki eðlilega góður leikmaður, með frábæran feril og mikla reynslu. Þetta er sennilega eins stórt og það gerist fyrir Völsung."

„Við reyndum alveg að fá hann í sumar en það bara gekk ekki upp. Samtalið fór svo í gang eftir tímabilið og ég er hrikalega ánægður að Elfar sé kominn heim í grænt."

„Hann hefur gert þetta allt áður, er hrikalega góður og ég er hrikalega spenntur að hann verði partur af okkur næsta sumar."


Alli Jói vildi sjá félagið framlengja við þá sem fyrir voru í Völsungsliðinu. „Það er í gangi og í kjölfarið lítum við í kringum okkur og styrkjum okkur með alvöru karakterum. Við erum aðeins að hlera, en númer eitt, tvö og þrjú er að ganga frá leikmannahópnum sem kom liðinu upp, því hann var hrikalega góður. Aðkomumennirnir sem komu og voru með í því voru hrikalega góðir og áhersla á hvort við getum ekki klárað að semja við þá leikmenn. Í kjölfarið lítum við meira í kringum okkur."

Liðið betra með Steinþór innanborðs
Þjálfarinn segir að reynsluboltinn Steinþór Freyr Þorsteinsson muni taka slaginn áfram með liðinu. „Hann mætti á fyrstu æfingu en reyndar lét sig svo hverfa til útlanda, var á Etihad á þriðjudaginn. Ég reikna fastlega með honum áfram. Það var mikill fengur í honum, þó að hann hafi bara náð að klára einn leik í sumar þá spilaði hann 20 leiki með okkur í sumar. Tölfræðin sýnir að þegar hann var með þá gekk liðinu betur."

Í lok viðtalsins var þjálfarinn spurður út í Juan Guardia, miðvörðinn öfluga, sem lék með Völsungi í sumar. Hann hefur kíkt á æfingar með Þór að undanförnu. Alli Jóa vonar að Juan verði áfram í grænu á næsta tímabili.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner