Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
banner
   fim 28. nóvember 2024 12:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Húsavík
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Lengjudeildin
Mættur heim í Völsung.
Mættur heim í Völsung.
Mynd: Völsungur
Aðalsteinn, Kúti, faðir og umboðsmaður Elfars Árna honum á hægri hönd.
Aðalsteinn, Kúti, faðir og umboðsmaður Elfars Árna honum á hægri hönd.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Elfar Árni, Rafnar, Bjarki, Arnar Pálmi og Alli Jói skrifuðu allir undir í gær.
Elfar Árni, Rafnar, Bjarki, Arnar Pálmi og Alli Jói skrifuðu allir undir í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Hjá Völsungi hittir Elfar Árni fyrir jafnaldra sinn Bjarka Baldvinsson.
Hjá Völsungi hittir Elfar Árni fyrir jafnaldra sinn Bjarka Baldvinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Bikarmeistari.
Bikarmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það var góður andi yfir vallarhúsinu hjá Völsungi í gær þegar Elfar Árni Aðalsteinsson skrifaði undir samning við uppeldisfélagið. Faðir Elfars, Aðalsteinn Árni Baldursson - Kúti - var mættur og sá til þess að allt væri í lagi og skrifaði svo líka undir samninginn við Völsung sem umboðsmaður framherjans.

Gamlar hetjur voru mættar i vallarhúsið og hótuðu sumir að rífa fram skóna í tilefni endurkomunnar, öðrum var hótað að þeir yrðu að taka fram skóna.

Elfar Árni er mættur aftur í Völsung eftir að hafa síðast spilað með liðinu sumarið 2011. Hann var fyrst hjá Breiðabliki í þrjú sumur áður en hann hélt í KA þar sem hann var í tíu tímabil. Elfar ræddi við Fótbolta.net í kjölfar undirskriftarinnar.

„Tilfinningin að vera kominn aftur er rosalega góð. Aðdragandinn var ekki langur, hef verið að hvíla mig eftir tímabilið og hugsa málið. Þetta var það eina sem kom til greina," segir Elfar Árni.

„Ég hef alltaf verið mikill Völsungur, foreldrar mínir búa hér og ég hef verið duglegur að koma á æfingar og fylgst með liðinu í gegnum tíðina. Það var ekkert annað í boði en að koma aftur hingað."

„Það var smá glæta í sumar, en svo fannst mér það ekki vera réttur tímapunktur. Núna finnst mér sá tímapunktur vera kominn. Hjartað hefur alltaf slegið hér."

„Það gæti alveg vel verið, ég spilaði með Völsungi í 2. og 3. deild áður en ég fór á sínum tíma. Það er rosalega spennandi að prófa í fyrsta skiptið að spila með Völsungi í 1. deild. Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við það."


Hefði ekki viljað missa af bikartitlinum
Elfar Árni talar um að það hafi verið möguleiki í sumarglugganum að fara frá KA. Var hann nálægt því?

„Vissulega voru mínúturnar ekki margar og það verður íþyngjandi að æfa bara og spila ekkert, sérstaklega þegar á maður á kannski ekkert mörg ár eftir. Það kom alveg til tals hvort maður ætlaði að færa sig eða ekki, en svo fann ég að mig langaði að klára tímabilið með KA."

„Maður hefði ekki viljað missa af því, maður sá það í sumar að það væri séns á bikarmeistaratitli. Maður gat ekki sleppt því að taka þátt í því."


Gat ekki neitað leikjahæsta leikmanni í sögu félagsins
Hjá Völsungi hittir Elfar Árni fyrir jafnaldra sinn Bjarka Baldvinsson.

„Hann er nú búinn að hóta því að hætta í mörg ár ef ég kæmi ekki heim. Þegar hann hringdi og sagði mér að drulla mér heim, þá var ekki hægt að neita leikjahæsta leikmanni Völsungs frá upphafi."

Kenndi þjálfaranum allt sem hann kann
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, Alli Jói, stýrði Völsungi upp úr 2. deild í sumar.

„Ég fylgdist vel með, liðið spilaði skemmtilegan fótbolta. Hann náttúrulega byrjaði að þjálfa með mér, ég tók hann að mér þegar ég var með 6. flokkinn á sínum tíma. Hann hefur lært aðeins af mér."

Stórt skarð
Jakob Gunnar Sigurðsson skoraði 25 mörk fyrir Völsung í sumar og var markakóngur 2. deildar. Hann var keyptur til KR í sumar. Er Elfar Árni mættur til að fylla í það skarð?

„Það er nú helvíti mikið skarð að skora yfir 20 mörk, en vissulega kem ég aðeins í staðinn fyrir hann og maður verður að reyna gera eitthvað af viti til að reyna fylla upp í þetta skarð."

Þrír hápunktar með KA
Elfar Árni er ánægður með tíma sinn hjá KA, hann hjálpaði liðinu upp úr 1. deild, varð bikarmeistari með liðinu og spilaði Evrópuleiki.

„Ég get ekki litið á tímann annað en frábæran. Það var hápunkturinn að verða bikarmeistari og svo var gaman að taka þátt í Evrópu með KA sem var ekki búið að spila þar í langan tíma. Það var líka mjög stórt að vinna Innkasso deildina á sínum tíma."

Skemmtilegt kynningarmyndband - Sammála Hjörvari
Áður en Elfar Árni skrifaði undir var hann kynntur til leiks með skemmtilegu myndbandi. Þar voru klippur af honum að skora mörk fyrir Völsung sýndar. Þá var einnig klippa af Hjörvari Hafliðasyni í Pepsi mörkunum þar sem Doktorinn velti því fyrir sér hvort það væri ekki kominn tími til þess að „þessir leikmenn færu nú einhvern tímann að drullast til þess að spila fyrir Völsung á Húsavík og hætta alltaf að monta sig af einhverjum leikmönnum frá Húsavík sem væru að spila í Reykjavík. Drífið ykkur bara í Völsung og rífið þennan klúbb upp!" sagði Hjörvar á sínum tíma.

„Mér fannst kynningin geggjuð, maður hefur dottið í að horfa á gamlar klippur, alltaf gaman."

„Ég er alveg sammála því, þessir leikmenn hafa ekkert með það að gera að spila einhversstaðar annars staðar,"
sagði Elfar Árni og brosti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner