Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fim 29. febrúar 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvaða ólöglega lyf var það sem Pogba tók?
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: EPA
Pogba var á sínum tíma dýrasti fótboltamaður sögunnar.
Pogba var á sínum tíma dýrasti fótboltamaður sögunnar.
Mynd: EPA
Franski fótboltamaðurinn Paul Pogba var í dag dæmdur í fjögurra ára bann frá fótbolta eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hann ætlar sér að áfrýja banninu og segist ekki hafa viljandi notað lyfið.

Hann fær hámarksrefsingu þar sem metið er svo að hann hafi notað ólöglegt lyf viljandi.

Pogba féll á lyfjaprófi eftir fyrsta deildarleik Juventus á tímabilinu en hann mældist með of hátt magn af testósteróni í líkamanum.

Samkvæmt fréttum ytra þá notaði hann lyf sem kallast DHEA. Umrætt lyf er ster­a­lyf og það er á bann­lista Alþjóðalyfja­eft­ir­lits­ins. Það hefur verið á þeim bannlista lengi. Á vef heilsukerfis Bretlands segir að lyfið flokkist undir andrógen stera, flokk hormóna sem séu oft misnotaðir vegna vöðvauppbyggjandi og styrkaukandi eiginleika.

Lyfið er samt sem áður ekki á bannlista í Bandaríkjunum og er það að finna í ákveðnum bætiefnum.

Varð dýrasti fótboltamaður sögunnar
Pogba varð árið 2016 dýrasti fótboltamaður sögunnar er hann var keyptur til Manchester United frá Juventus. Hann olli hins vegar vonbrigðum hjá United og fór á frjálsri sölu aftur til Juventus sumarið 2022.

Hann var mikið meiddur á síðasta tímabili og hefur ekkert verið með á þessu tímabili vegna bannsins sem hann var settur í eftir að hann féll á lyfjaprófinu.

Núna er fótboltaferill hans mögulega á enda. Ef áfrýjun gengur ekki upp þá mun Pogba ekki geta snúið til baka í fótbolta fyrr en 2027/28 tímabilið. Þá verður hann orðinn 34 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner