„Það er gaman að koma til baka og þetta sýnir karakterinn í liðinu," sagði Sverrir Ingi Ingason við Fótbolta.net eftir 3-2 sigur á Grikkjum í kvöld.
Sverrir skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld með hörkuskalla í síðari hálfleik. Fyrr í leiknum hafði hann gert slæm mistök þegar Grikkir komust í 2-0.
Sverrir skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld með hörkuskalla í síðari hálfleik. Fyrr í leiknum hafði hann gert slæm mistök þegar Grikkir komust í 2-0.
Lestu um leikinn: Grikkland 2 - 3 Ísland
„Það er alltaf gaman að skora, sérstaklega eftir annað markið, ég á að gera betur þar. Það var ennþá sætara að bæta upp fyrir það," sagði Sverrir um annað markið sem Grikkir skoruðu.
„Ég set meiri kröfur á sjálfan mig. Boltinn kemur inn á teig og ég næ ekki að hreinsa nógu vel. Hann fær boltann á teignum og skýtur. Ég tek það á mig og held áfram að bæta við mig. Ég get vonandi komið í veg fyrir svona mistök í framtíðinni."
„Þegar maður er varnarmaður þá fær maður ekki marga sénsa á mistökum. Maður þarf að vera 100% fókuseraður allan leikinn. Á svona háu sviði þá er þér refsað ef þú gerir mistök. Við náðum að koma til baka og vinna leikinn og það er það mikilvægasta í þessu.""
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir