Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Asmer Begic (Víkingur Ó.)
Asmer Begic.
Asmer Begic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erfiður viðureignar.
Erfiður viðureignar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ejub Purisevic.
Ejub Purisevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnbogi Laxdal, hér númer tvö.
Finnbogi Laxdal, hér númer tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Suad Begic.
Suad Begic.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Væri til í að fá Arnór aftur.
Væri til í að fá Arnór aftur.
Mynd: Unnar Erlingsson
Allan Purisevic, sá efnilegasti.
Allan Purisevic, sá efnilegasti.
Mynd: Stjarnan
Asmer er efnilegur leikmaður fæddur árið 2007 sem spilaði í yngri flokkunum með Snæfellsnesi en hann steig svo sín fyrstu skref í meistaraflokki með Víkingi Ólafsvík sumarið 2022, þegar hann var aðeins á sínu 15. aldursári.

Hann hefur alls spilað 51 KSÍ-leik og skorað í þeim fjögur mörk, en í fyrra gerði hann eitt mark í 21 leik í 2. deild. Í dag sýnir Asmer á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Asmer Begic

Gælunafn: Assi, Litli Bega, Begic, er stundum lika kallaður G

Aldur: 17

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Ég spilaði minn fyrsta leik meisterarflokksleik árið 2022 í Akraneshöllinni a móti kh minnir mig, annars man ég ekkert hvað ég gerðist i leiknum

Uppáhalds drykkur: Íslenska vatnið

Uppáhalds matsölustaður: Dominos

Uppáhalds tölvuleikur: Fortnite

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei ekkert svoleiðs

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Horfi ekki á sjónvarpsþætti, er vanarlega bara að horfa á fótboltarleiki i staðinn

Uppáhalds tónlistarmaður: Lil Baby alltaf, hann klikkar ekki

Uppáhalds hlaðvarp: Hlusta ekki a hlaðvörp

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: alltaf fot.net

Fyndnasti Íslendingurinn: hef ekki hugmynd sleppum þessari

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Samra systir senti á mig “má ég hringja í þig á eftir vinnu það er mikið að gera”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Pass

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Luke williams á æfingum

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Back in the day Ejub Purisevic og Suad Begic. Enn margir aðrir góðir eins og Brynjar Kristmunds og Guðjón Þórðarson.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Finnbogi Laxdal

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Suad Begic ég elska pabba langmest

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum Þrótt í vogunum á 90 min 1-0 í bikarnum, það var geggjuð tilfinning

Mestu vonbrigðin: Síðasta sumar þegar það vantaði mjög litið upp á til að fara upp um deild

Uppáhalds lið í enska: Man city

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri til í að fa Arnór Siggeirsson aftur heim í Ólafsvikinna, geggjaður gæji

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Allan Purisevic

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Asmer Begic

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Hef ekki hugmynd

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Messi

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Ekkert sem mér dettur í hug

Uppáhalds staður á Íslandi: Ólafsvik, svo flottur staður

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Pass

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ekki neitt

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég er aðeins byrjaður að fylgjast með körfuboltanum

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Stærðfræði, það er alveg drep leiðinlegt að reikna eitthver dæmi

Vandræðalegasta augnablik: Ekki neitt sem ég hef lent í sem betur fer

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Gary Martin þvi hann er rosalega fyndinn siðan myndi ég bjóða Brynjari Óttari þvi hann veit allt um lifið og siðast enn ekki síst Leó Örn Þrastarsyni, þetta væri eitthvað

Bestur/best í klefanum og af hverju: Ellert Gauti þvi hann er með góðan tónlistarsmekk að minu mati og er alltaf í góðu skapi

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Gabriel Þór myndi alveg finna sig í Love Island efa ég ætti að vera hreinskilinn, hann er flottur

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ekkert sem dettur í hug

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Daði Kárason, lookar ut fyrir að vera grimmur enn er frabær og góður við alla

Hverju laugstu síðast: Pass

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Boring svar, dettur ekki neitt í hug

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Þetta verður geggjað sumar, umm að gera að mæta á alla leiki og styðja okkur alltaf til sigurs!
Athugasemdir