þri 29.apr 2025 14:00 Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson |
|

Spá þjálfara í 2. deild: 6. sæti
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Víkingi Ólafsvík er spáð sjötta sætinu.
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6. Víkingur Ó., 74 stig
7. Haukar, 66 stig
8. Þróttur V., 60 stig
9. Ægir, 56 stig
10. KFG, 39 stig
11. Víðir, 33 stig
12. Kormákur/Hvöt, 16 stig
6. Víkingur Ó.
Ólsarar fara niður um tvö sæti miðað við spánna í fyrra, en þeir eru eitt af þeim fjölmörgu liðum í þessari deild sem er með augun á efstu tveimur sætunum, það er klárt mál. Víkingur Ólafsvík er ótrúlega skemmtilegt félag og það hefur verið frábært að fylgjast með Ólsurum síðustu 20 árin eða svo. Undir stjórn Ejub Purisevic lék Víkingur í efstu deild en það var afar merkilegt afrek þegar litið er til baka. Síðustu ár hafa ekki verið eins frábær og þegar Ejub var með liðið en Ólsarar eru núna á leið inn í sitt fjórða tímabil í röð í 2. deild. Þeir eru kannski á svipuðum stað og Haukar, sem er spáð sjöunda sæti. Eru félag sem horfa hærra og hafa núna fest sig í sessi í 2. deild, eitthvað sem þeir vilja helst ekki gera. Fyrst var niðurstaðan sjöunda sæti, svo fimmta sæti og í fyrra var það fjórða sætið. Þeir hafa alltaf farið upp á við síðustu árin en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist þetta sumarið.
Þjálfarinn: Brynjar Kristmundsson tók við stjórn Ólsara af Guðjóni Þórðarsyni eftir tímabilið 2022. Brynjar er fyrrum leikmaður liðsins og hafði verið aðstoðarþjálfari í þrjú ár áður en hann tók við sem aðalþjálfari. Brynjar er uppalinn á Snæfellsnesi og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Ólsurum árið 2008. Hann fékk góðan skóla hjá Gauja Þórðar og getur klárlega byggt á því sem hann hefur gert með liðið til þessa. Hann er afar efnilegur og spennandi þjálfari sem önnur félög eru líklega með augun á, en honum virðist líða vel á Ólafsvík og skrifaði hann undir nýjan tveggja ára samning eftir síðasta tímabil.
Stóra spurningin: Taka þeir aftur skref fram á við?
Spáin segir til um að Ólsarar muni taka skref til baka miðað við tímabilið í fyrra og enda um miðja deild. Þeir hafa alltaf tekið skref fram á við hverrt einasta tímabil eftir að þeir féllu niður í 2. deild og það verður gaman að sjá hvort það gerist aftur í sumar. Ef það gerist, þá eru þeir að fara í alvöru baráttu um að komast upp, sem er auðvitað eitthvað sem þeir vilja gera.
Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í 2. deild karla.
Lykilmenn: Luke Williams & Ingólfur Sigurðsson
Luke Williams hefur verið stór partur af velgengni Ólsara síðustu þrjú ár þar sem hann hefur skorað 18 mörk í 44 leikjum og lagt fullt upp. Hann fór til Englands eftir seinasta tímabil en kemur aftur fyrir tímabilið og mun taka slaginn fjórða árið í röð. Ingólfur Sigurðsson er leikmaður sem flestir þekkja sem hafa fylgst með íslenskum fótbolta. Hann kemur til Ólsaranna frá KH. Ingólfur spilar sem framsækinn miðjumaður sem sækist mikið í boltann og getur bæði lagt upp og skorað úr ótrúlegustu stöðum.
Gaman að fylgjast með: Björn Henry Kristjánsson
Björn Henry er miðjumaður fæddur árið 2005 og á að baki tvö heil tímabil með KV. Hann er örvfættur og getur einnig leyst vinstri bakvarðar stöðuna. Björn er yfirvegaður á boltanum og hefur nú fært sig til Ólafsvíkur þar sem hann spilar fyrir frænda og bróður sinn sem þjálfa liðið.
Komnir:
Björn Darri Ásmundsson frá Kára
Björn Henry Kristjánsson frá KV
Björn Óli Snorrason frá Reyni H.
Brynjar Vilhjálmsson frá Reyni H.
Daði Kárason frá Val (Á láni)
Ingólfur Sigurðsson frá KH
Ivan Lopez Cristobal frá Spáni
Jón Kristinn Elíasson frá ÍBV
Konráð Ragnarsson frá Skallagrími
Kristófer Áki Hlinason frá ÍA (Á láni)
Kwame Quee frá Grindavík
Farnir:
Arnór Siggeirsson í Reyni S.
Eyþór Örn Eyþórsson í Val (Var á láni)
Gary John Martin til Englands (Var á láni frá Selfossi)
Ivan Rodrigo Moran Blanco í Ægi
Ómar Castaldo Einarsson í Reyni S.
Stefán Óli Hallgrímsson í Grindavík
Þjálfarinn segir - Brynjar Kristmundsson
„Sumarið leggst mjög vel í okkur Víkinga. Ég held að 6.sætið sé nokkuð eðlilegt miðað við gengi okkar í vetur en undanfarnar vikur hefur verið mikill stígandi í okkar leik. Eftir tímabilið í fyrra runnu mjög margir leikmenn út á samning og tók það töluverðan tíma að ná að semja við leikmenn aftur en það tókst á endanum. Við eigum von á tveimur leikmönnum núna sem báðir hafa spilað hjá okkur áður og munu þeir klárlega styrkja liðið."
„Markmiðið okkar er að halda áfram að bæta okkur, vera við sjálfir og gleðja stuðningsmenn með skemmtilegum fótbolta."
Fyrstu þrír leikir Víkings Ó.
3. maí, Víðir - Víkingur Ó. (Nesfisk-völlurinn)
10. maí, Víkingur Ó. - KFG (Ólafsvíkurvöllur)
17. maí, KFA - Víkingur Ó. (Fjarðabyggðarhöllin)
1.
2.
3.
4.
5.
6. Víkingur Ó., 74 stig
7. Haukar, 66 stig
8. Þróttur V., 60 stig
9. Ægir, 56 stig
10. KFG, 39 stig
11. Víðir, 33 stig
12. Kormákur/Hvöt, 16 stig
6. Víkingur Ó.
Ólsarar fara niður um tvö sæti miðað við spánna í fyrra, en þeir eru eitt af þeim fjölmörgu liðum í þessari deild sem er með augun á efstu tveimur sætunum, það er klárt mál. Víkingur Ólafsvík er ótrúlega skemmtilegt félag og það hefur verið frábært að fylgjast með Ólsurum síðustu 20 árin eða svo. Undir stjórn Ejub Purisevic lék Víkingur í efstu deild en það var afar merkilegt afrek þegar litið er til baka. Síðustu ár hafa ekki verið eins frábær og þegar Ejub var með liðið en Ólsarar eru núna á leið inn í sitt fjórða tímabil í röð í 2. deild. Þeir eru kannski á svipuðum stað og Haukar, sem er spáð sjöunda sæti. Eru félag sem horfa hærra og hafa núna fest sig í sessi í 2. deild, eitthvað sem þeir vilja helst ekki gera. Fyrst var niðurstaðan sjöunda sæti, svo fimmta sæti og í fyrra var það fjórða sætið. Þeir hafa alltaf farið upp á við síðustu árin en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist þetta sumarið.
Þjálfarinn: Brynjar Kristmundsson tók við stjórn Ólsara af Guðjóni Þórðarsyni eftir tímabilið 2022. Brynjar er fyrrum leikmaður liðsins og hafði verið aðstoðarþjálfari í þrjú ár áður en hann tók við sem aðalþjálfari. Brynjar er uppalinn á Snæfellsnesi og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Ólsurum árið 2008. Hann fékk góðan skóla hjá Gauja Þórðar og getur klárlega byggt á því sem hann hefur gert með liðið til þessa. Hann er afar efnilegur og spennandi þjálfari sem önnur félög eru líklega með augun á, en honum virðist líða vel á Ólafsvík og skrifaði hann undir nýjan tveggja ára samning eftir síðasta tímabil.
Stóra spurningin: Taka þeir aftur skref fram á við?
Spáin segir til um að Ólsarar muni taka skref til baka miðað við tímabilið í fyrra og enda um miðja deild. Þeir hafa alltaf tekið skref fram á við hverrt einasta tímabil eftir að þeir féllu niður í 2. deild og það verður gaman að sjá hvort það gerist aftur í sumar. Ef það gerist, þá eru þeir að fara í alvöru baráttu um að komast upp, sem er auðvitað eitthvað sem þeir vilja gera.
Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í 2. deild karla.
Lykilmenn: Luke Williams & Ingólfur Sigurðsson
Luke Williams hefur verið stór partur af velgengni Ólsara síðustu þrjú ár þar sem hann hefur skorað 18 mörk í 44 leikjum og lagt fullt upp. Hann fór til Englands eftir seinasta tímabil en kemur aftur fyrir tímabilið og mun taka slaginn fjórða árið í röð. Ingólfur Sigurðsson er leikmaður sem flestir þekkja sem hafa fylgst með íslenskum fótbolta. Hann kemur til Ólsaranna frá KH. Ingólfur spilar sem framsækinn miðjumaður sem sækist mikið í boltann og getur bæði lagt upp og skorað úr ótrúlegustu stöðum.
Gaman að fylgjast með: Björn Henry Kristjánsson
Björn Henry er miðjumaður fæddur árið 2005 og á að baki tvö heil tímabil með KV. Hann er örvfættur og getur einnig leyst vinstri bakvarðar stöðuna. Björn er yfirvegaður á boltanum og hefur nú fært sig til Ólafsvíkur þar sem hann spilar fyrir frænda og bróður sinn sem þjálfa liðið.
Komnir:
Björn Darri Ásmundsson frá Kára
Björn Henry Kristjánsson frá KV
Björn Óli Snorrason frá Reyni H.
Brynjar Vilhjálmsson frá Reyni H.
Daði Kárason frá Val (Á láni)
Ingólfur Sigurðsson frá KH
Ivan Lopez Cristobal frá Spáni
Jón Kristinn Elíasson frá ÍBV
Konráð Ragnarsson frá Skallagrími
Kristófer Áki Hlinason frá ÍA (Á láni)
Kwame Quee frá Grindavík
Farnir:
Arnór Siggeirsson í Reyni S.
Eyþór Örn Eyþórsson í Val (Var á láni)
Gary John Martin til Englands (Var á láni frá Selfossi)
Ivan Rodrigo Moran Blanco í Ægi
Ómar Castaldo Einarsson í Reyni S.
Stefán Óli Hallgrímsson í Grindavík
Þjálfarinn segir - Brynjar Kristmundsson
„Sumarið leggst mjög vel í okkur Víkinga. Ég held að 6.sætið sé nokkuð eðlilegt miðað við gengi okkar í vetur en undanfarnar vikur hefur verið mikill stígandi í okkar leik. Eftir tímabilið í fyrra runnu mjög margir leikmenn út á samning og tók það töluverðan tíma að ná að semja við leikmenn aftur en það tókst á endanum. Við eigum von á tveimur leikmönnum núna sem báðir hafa spilað hjá okkur áður og munu þeir klárlega styrkja liðið."
„Markmiðið okkar er að halda áfram að bæta okkur, vera við sjálfir og gleðja stuðningsmenn með skemmtilegum fótbolta."
Fyrstu þrír leikir Víkings Ó.
3. maí, Víðir - Víkingur Ó. (Nesfisk-völlurinn)
10. maí, Víkingur Ó. - KFG (Ólafsvíkurvöllur)
17. maí, KFA - Víkingur Ó. (Fjarðabyggðarhöllin)
Athugasemdir