Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 10:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KR fær tvo leikmenn frá Hlíðarenda (Staðfest)
Kvenaboltinn
Karen Guðmunds.
Karen Guðmunds.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur fengið tvo leikmenn frá Hlíðarenda til að þétta raðirnar fyrir átökin í Lengjudeildinni í sumar.

Karen Guðmundsdóttir, sem lék síðast með KH, hefur fengið félagaskipti í KR. Hún er fædd árið 2003 og lék á sínum tíma þrjá leiki fyrir U16 landsliðið. Hún er uppalin hjá Val.

Þá hefur KR fengið Valgerði Grímu Sigurjónsdóttur alfarið frá Val en hún lék á láni með KR í fyrra og seinni hluta tímabilsins 2023.

Valgerður Gríma er fædd árið 2005 og á að baki 64 KSÍ leiki. Í þeim hefur hún skorað 33 mörk.
Athugasemdir
banner