Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 29. júní 2022 09:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Poznan
„Viljum venja okkur á það að halda áfram að vinna leiki"
Icelandair
Frá æfingu íslenska landsliðsins.
Frá æfingu íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir í dag Póllandi í eina undirbúningsleik liðsins fyrir Evrópumótið.

Þetta verður fróðlegur leikur. Pólland er í 33. sæti á heimslista FIFA og því alls ekki auðveldur andstæðingur. Ísland er í 17. sæti á sama lista.

„Við mætum inn í þennan leik eins og við séum að undirbúa keppnina; við þurfum að nota hann rétt í það. Það verður gert á morgun," sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, í gær.

„Við förum inn í leikinn til að vinna hann og ætlum að vinna hann. Það er markmiðið. Við viljum venja okkur á það að halda áfram að vinna leiki. Við þurfum að slípa okkur saman og halda því áfram."

Hann segir að pólska liðið sé á uppleið.

„Pólland er fínt lið og pólskur kvennabolti er á mikilli uppleið. Pólverjar eru að setja töluvert fjármagn inn í kvennaboltann og mikla vinnu. Það á eftir að skila þeim langt. Þetta er hörkulið. Síðasti leikur sem þeir spiluðu var gegn Noregi þar sem þær töpuðu 2-1 í hörkuleik. Þær eru með fínt fótboltalið," sagði Steini í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Leikurinn hefst klukkan 13:30 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Steini Halldórs: Þjóðirnar koma saman á mismunandi tímum
Athugasemdir
banner
banner
banner